Um Súrefni

Kolefnisjöfnun fyrir alla

Image by Hakon Agustsson

Súrefni hóf starfsemi sína formlega í byrjun sumars 2021. Hugmyndin fæddist mörgum árum áður. Vandamálið var skýrt: heimurinn var að kafna.

 

En hvað var hægt að gera? Það virtist allt of viðamikið að reyna að bjarga heiminum. En svo kom svarið til okkar.

Hvernig gerir maður eitthvað stórkostlegt? Hvernig byggði maðurinn pýramídana, risavaxnar dómkirkjur og mikilfenglega turna? Jú... í litlum skrefum. Stein fyrir stein, vegg fyrir vegg, hæð fyrir hæð.

Svo við hugsuðum á sama hátt. Við ætlum að hjálpa öllum taka ábyrgð á sinni mengun, með einu gróðursettu tré í einu, einni kolefniseiningu í einu.

Sýndu ábyrgð þína í verki - og vertu hjartanlega velkomin/nn í Súrefnissamfélagið.

Kær kveðja

- Aríel Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri

sign.png

SAMSTARFSAÐILAR

Teymið

g.png

Geir Sigurður Gíslason

Sölustjóri

geir[hjá]surefni.is

Geir er sölustjóri Súrefnis. Geir er endurvinnslu- sérfræðingur og hefur margra ára reynslu sem markaðsstjóri, sölustjóri og rekstrarstjóri í endurvinnsluiðnaðinum.

a.png

Aríel Jóhann Árnason

Framkvæmdastjóri

ariel[hjá]surefni.is

Aríel er framkvæmdastjóri Súrefnis. Hann er viðskipta- og tölvunarfræðingur að mennt og hefur unnið um árabil  sem hugbúnaðarsérfræðingur og frumkvöðull.

e.png

Egill Örn Magnússon

Fjármálastjóri

egill[hjá]surefni.is

Egill er fjármálastjóri Súrefnis.

Hann er viðskiptafræðingur að mennt með MBA í alþjóðaviðskiptum. Hann hefur unnið sem verkefna- og framkvæmdastjóri iðnaðarfyrirtækja í mörg ár ásamt frumkvöðla- og þróunarvinnu í nýsköpun innan flutningageirans. 

s.png

Sigurður Petur Stephan

Nýsköpunar- og þróunarstjóri

sigurdur[hjá]surefni.is

Sigurður er ráðgjafi Súrefnis varðandi nýsköpun og styrktarferli. Hann öðlaðist BSc gráðu í viðskiptafræði frá HR & IÉSEG ásamt því að stunda nú mastersnám í Innovation Management í HR.

 

Starfsreynsla Sigurðar er í bankageiranum en hann hefur einnig verið virkur í nýsköpunarumhverfi Íslands en þar ber að nefna að fara út fyrir hönd Íslands á University Startup Worldcup, sigurvegari Guðfinnuverðlauna & Reeboot hack, ásamt því að aðstoða við Charge energy branding ráðstefnu 2019.

 

Hann gerði einnig BSc rannsókn um ferðahegðun og kolefnisjöfnun ungra Íslendinga.

j.png

Júlia Cristiê Kessler

Sérstakur ráðgjafi

julia[hjá]surefni.is

Júlia er sérstakur ráðgjafi Súrefnis. Hún er öðlaðist meistaragráðu í efnaverkfræði frá Federal University of Santa Catarina og BA gráðu í matvælaverkfræði frá Federal Technological University of Paraná.

Sem stendur hefur hún rannsóknarstyrk við verkfræðideild háskólans í Porto, Portúgal (FEUP) og vinnur þar að Ph.D. ritgerð sinni í efnaverkfræði.

Rannsóknir hennar beinast að grænni útdráttartækni til að endurheimta virðisaukandi efnasambönd úr náttúrulegum fylkjum (t.d. SFE-CO2 útdrætti). Aðal áhersla ritgerðarinnar snýr að öflun og stöðugleika virkra sameinda úr Moringa oleifera trénu til að nýta í snyrtivörum.

 

Plantan er almennt þekkt sem „Tré lífsins“ vegna fjölhæfrar notkunar hennar, þar á meðal hærra CO2 umbreytingarhlutfalli.

skogr3.png
New Project.png

SKÓGRÆKTIN

Skógræktin er ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og þjónar skógrækt á Íslandi samkvæmt lögum um skógrækt. Skógræktin rækir hlutverk sitt með því að veita framlög og ráðgjöf til skógræktenda, rækta og hirða um þjóðskógana, endurheimta birkiskóga, sinna rannsóknum innan lands og í samstarfi við aðrar þjóðir og hafa forystu um að afla og miðla þekkingu á skógrækt á Íslandi.

LITRÓF

Litróf er umhverfisvottuð (svansvottuð) prentsmiðja.

​Súrefni prentar eingöngu hjá Litróf.

Litróf hefur hlotið nafnbótina framúrskarandi

fyrirtæki síðastliðin 4 ár.

Starfsfólk leggur metnað sinn í að skila sem

bestri vinnu á sem skemmstum tíma og talar 

þar sívaxandi fjöldi ánægðra viðaskiptavina sínu máli.

31958826_1980387415611026_1433538050499018752_n (1).png

RESOURCE INTERNATIONAL

ReSource International þróar og smíðar verkfræðilausnir fyrir flókin umhverfisvandamál. Þeir sjá um  rekstur, ráðgjöf, hönnun, vöktun og þróun fjölbreyttra lausna sem tengjast hringrásarhagkerfinu, umsjón úrgangs og vatns, mengun og orkuframleiðslu. 

 

Verkefnin þeirra spanna Vestur- og Norður Evrópu en eru með starfsstöðvar á Íslandi, Svíþjóð og Sviss.

 

Markmið ReSource er að hjálpa öðrum við að minnka umhverfisáhrifin sín og að verða þátttakendur í hringrásarhagkerfinu, og starfa með fyrirtækjum og stofnunum á öllum stigum til þess að fylgjast með og minnka mengun, setja upp og reka umhverfiskerfi, minnka úrgang og veita ráðgjöf um stefnumótun í umhverfismálum.

asdf

Skógræktin er ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og þjónar skógrækt á Íslandi samkvæmt lögum um skógrækt. Skógræktin rækir hlutverk sitt með því að veita framlög og ráðgjöf til skógræktenda, rækta og hirða um þjóðskógana, endurheimta birkiskóga, sinna rannsóknum innan lands og í samstarfi við aðrar þjóðir og hafa forystu um að afla og miðla þekkingu á skógrækt á Íslandi.

pexels-markus-spiske-113338.jpg

Skráðu þig í Súrefnissamfélagið!

Takk fyrir skráninguna!

Fylgdu okkur

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram