SKÓGRÆKTARBÆNDUR

Við veitum landeigendum faglega ráðgjöf & aðstoð við að skapa virði með vottuðum einingum

VOTTAÐAR EININGAR

HVAÐ ERU VOTTAÐAR EININGAR

Undanfarin ár hefur það færst í aukana að fyrirtæki og stofnanir sýni samfélagslega ábyrgð og fikri sig áfram grænu skrefin í átt að kolefnishlutleysi.  Eftirspurn eftir vottuðum skógarkolefniseiningum, sem nota má í grænu bókhaldi á móti losun, hefur þess vegna aukist gríðarlega og mun halda áfram að aukast framvegis. 

 

Til þess að lögaðilar geti raunverulega sýnt fram á að bundið hefur verið á móti losun eða kjarnastarfsemi þeirra sé sannarlega kolefnisjöfnuð þarf að notast við vottaðar einingar.  

Að vottunarferlinu koma ýmsir fagaðilar sem vinna eftir ströngum verklagsreglum, viðmiðum og gæðakerfum. Skógræktin hefur m.a aðkomu að vottunarferlinu með gæðakerfi og aðferðafræði Skógarkolefnis (Woodland Carbon Code) ásamt vottunarstofunni iCert og Loftslagsskrá Íslands (ICR).
 

Skógarkolefniseiningar sem vottaðar eru af þriðja aðila eru eðlilega verðmætari en óvottaðar skógarkolefniseiningar en við vottun opnast auk þess möguleikinn á að selja einingar áfram á alþjóðlegum mörkuðum.  

Vanti þig aðstoð við skipulagningu á nýju verkefni, leiðbeiningar varðandi vottunarferlið og eða samband við kaupendur eininga - þá ert þú á réttum stað.

Við hjá Súrefni aðstoðum landeigendur í gegnum allt ferlið frá upphafi.

david-vig-qwHHOC2z5Xs-unsplash.jpeg
Ert þú landeigandi eða skógræktarbóndi?

Við veitum faglega ráðgjöf og aðstoðum þig við að skapa vottaðar einingar!

Takk fyrir að skrá áhuga þinn - við munum hafa samband við þig fljótlega !

Skráðu áhuga þinn og við höfum samband

Við viljum heyra í þér