Námskeið í ábyrgri kolefnisjöfnun

Windmills

Súrefni og ReSource International bjóða fyrirtækjum og stofnunum námskeið sem auka þekkingu starfsfólks og stjórnenda á umhverfismálum lögaðila, hvernig draga má úr kolefnisspori þeirra og hvernig hægt er að brúa bilið með kolefnisjöfnun.

 

Námskeið verða haldin vikulega eða eftir þörfum og hefjast í maí 2022. Staðsetning getur ýmist verið á skrifstofu Súrefnis & ReSource International að Vallakór 4 eða eftir þörfum fyrirtækja.

Sérsniðin námskeið eru einnig í boði, vinsamlegast hafið samband í namskeid@surefni.is.

Tilgangur námskeiðs: 

Ýtarleg yfirferð verður um gerð Græns bókhalds, útskýringar á hvernig vottaður útreikningur á kolefnisspori gengur fyrir sig, yfirferð yfir leiðir til að draga úr kolefnisspori og umfjöllum á ábyrgri kolefnisjöfnun, bæði á Íslandi og erlendis. Þátttakendur munu undir lok námskeiðis þekkja grundvallaratriði í málum kolefnisjöfnunar og koma til með að geta leiðbeint sínum starfsfélögum í ábyrgum leiðum fyrirtækja til kolefnisjöfnunar.

Lærdómsmarkmið:

Eftir námskeið munu þátttakendur:

 • Þekkja ógn loftslagsbreytinga

 • Þekkja helstu leiðir til útreiknings á kolefnisspori hvort sem það sé í gegnum Grænt bókhald eða EPD vottaðan útreikning.

 • Þekkja helstu leiðir til að draga úr kolefnisspori

 • Þekkja helstu lausnir til að kolefnisjafna og skilja grundvallarhugtök eins og kolefnisspor, kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi.

 • Þekkja helstu leiðir til að forðast grænþvott.

 

Innifalið í námskeiði:

 • Fyrirlestur

 • Skapalón

 • Glærukynning

 • Námskeiðsbæklingur

 • Heitt á könnunni

 

Gjald:

Kr. 35.000 án vsk.

Kennarar námskeiðsins eru:

 • Aríel Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Súrefnis og sérfræðingur í kolefnisjöfnun

 • Egill Örn Magnússon, fjármálastjóri Súrefnis og sérfræðingur í kolefnisjöfnun fyrirtækja

 • Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, MSc í jarðfræði, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá ReSource International

 • Hafliði Eiríkur Guðmundsson sérfæðingur í umhverfismálum hjá ReSource International