resource international
ReSource International reiknar kolefnisspor fyrirtækja og veitir ráðgjöf um hvernig má draga úr kolefnissporinu. ReSource er umhverfisverkfræðistofa sem bíður einnig upp á fjölbreyttar lausnir við umhverfisáskorunum fyrirtækja og stofnana
klappir
Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til ársins 2013. Fyrirtækið hefur þróað og selt hugbúnað sem styður vegferð samfélagsins í átt að sjálfbærni.
Klappir var í upphafi stofnað til þess að hanna stafrænar lausnir á sviði umhverfismála fyrir haftengdan iðnað. Sýn fyrirtækisins var að nýta umfangsmikil gögn, sem verið var að safna í pappírsformi, og rafvæða lögbundna skráningarferla. Fljótlega byrjaði gagnasöfnunin að teygja sig víðar og nær nú utan um flest allt sem snertir umhverfismælingar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Klappir hafa því markvisst unnið að því að byggja upp öfluga stafræna innviði til þess að mynda sjálfbært vistkerfi.
Af hverju reiknar Súrefni ekki kolefnisspor?
Stefna Súrefnis er að sinna afmörkuðu hlutverki í hringrásarhagkerfinu og gera það vel. Það væri hagsmunabrestur ef Súrefni byði einnig upp á vottaðan útreikning á kolefnisspori til viðbótar við verkefnastjórn og sölu vottaðra eininga.
kolefnisreiknirinn
Kolefnisreiknirinn er fyrst og fremst fyrir einstaklinga en gefur glögga mynd af losun hins hefðbundna Íslendings.
Kolefnisreiknirinn sýnir eina gerð umhverfisáhrifa, þ.e. stærð kolefnisspors, en auðvitað skipta önnur umhverfisáhrif einnig máli. Umhverfisáhrif vegna athafna okkar byggja á því vali sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi, sérstaklega hvað varðar ýmsar vörur, þjónustu, ferðir og matvæli.
vottaður útreikningur
Mikilvægt er að allur útreikningur fyrirtækja á eigin kolefnisspori sé með LCA vottun eins og EPD eða sambærilegu. Einnig samþykkir Súrefni útreikning frá Klöppum.
Nauðsynlegt er að fyrirtæki sendi Súrefni afrit af vottuðum útreikning til að fá staðfestingu á kolefnishlutleysi viðeigandi umfangs fyrirtækja.