SÚREFNI

Kolefnisjöfnun fyrir alla

KOLEFNISJÖFNUN

Hvað er "kolefnisjöfnun"?

Með nokkurri einföldun má því segja að kolefnisjöfnun felist í því að einstaklingar eða lögaðilar bæti fyrir eigin losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) með því að fjármagna verkefni sem

 

a) koma í veg fyrir losun á samsvarandi magni GHL annars staðar eða

 

b) fjarlægja samsvarandi magn GHL úr andrúmsloftinu.

Á Íslandi losa enn ótal einstaklingar og fyrirtæki umtalsvert magn af GHL, sem stuðlar að hlýnun jarðar. Að meðaltali losar hver Íslendingur um 12 tonn CO2 ígilda á ári. Það jafngildir gróðursetningu 96 trjáa á ári!


Mikilvægt er að draga úr losun GHL eins og mögulegt er. Það sem ekki er hægt að koma í veg fyrir er auðvelt að bæta upp fyrir í gegnum Súrefnisskógana. 


Allir geta kolefnisjafnað.

pexels-lukas-hartmann-880675.jpg
pexels-stefan-stefancik-91228.jpg

OKKAR HLUTVERK

Ráðgjöf og útreikningur

Ráðgjöf og útreikningur á kolefnisspori lögaðila í samstarfi við ReSource International verkfræðistofu

 • Gerð á grænu bókhaldi

 • Útreikningur á öllum losunarflokkum

 • Vistferilsgreiningar og EPD vottun 

 

Verkefnastjórn

Þróun, undirbúningur og umsjón með nýjum verkefnum í kolefnisjöfnun

 • Ráðgjöf fyrirtækja við að draga úr losun

 • Umsjón á hönnun og framkvæmd nýrra verkefna í kolefnisjöfnun, þar á meðal nýskógrækt, þróunarverkefni og fleira

 

Vottaðar kolefniseiningar

Súrefni hefur milligöngu um vottaðar kolefniseiningar frá fjölbreyttum fagaðilum

 

 • Skógarkolefni

 • Gold Standard

 • Verra

Súrefnisskógurinn

Súrefnisskógurinn er fyrsta verkefni Súrefnis og fyrsta gróðursetning kemur til með að fara fram vorið 2022.

Kolefnisjöfnun með skógrækt er mikilvæg og gagnleg vegna hás bindihraða og vegna stöðugleika kolefnis-bindingar í trjám og skógarjarðvegi.​

Við styðjumst við vottunarferli kolefnisbindingar með skógrækt samkvæmt gæðakerfinu Skógarkolefni.

 

Stefnan er að öll Súrefnisverkefnin verði vottuð af alþjóðlegri vottunarstofu. Í því felst að allir Súrefnisskógarnir mynda með tímanum vottaðar kolefniseiningar sem skráðar eru í Loftlagsskrá Íslands.

 

Þeirri skrá má líkja við kauphöll eða verðbréfaskrá og fylgir hún alþjóðlegum kröfum og gæðastöðlum.

Í samstarfi við Skógræktina ábyrgjumst við að okkar viðskiptavinir hljóta áreiðanlega tryggingu kolefnisjöfnunar.

Að auki ábyrgjumst við að skógurinn stendur að minnsta kosti í hálfa öld og mun stuðla að hreinna lofti og grónara landi fyrir komandi kynslóðir.

Í öllum áætlunum er þó gert ráð fyrir að skógur verði til frambúðar þar sem hann er á annað borð ræktaður, hvort sem það er skógur sömu tegundar eða hvort aðrar tegundir taka við þegar skógur er endurnýjaður.

VOTTUNARFERLI

Við viljum hafa allt undir berum himni.

Öll okkar starfsemi, gæðakröfur og ferlar eru vottaðir af alþjóðlegum endurskoðanda og öll verkefni vottuð af alþjóðlegum VVB (e. Validation and Verification Body) vottunaraðila.

Súrefnisskógurinn fylgir aðferðarfræði Skógarkolefnis sem byggir á Woodland Carbon Code.

Starfsemi Súrefnis dregur innblástur sinn að auki frá heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna og ISO staðli 14064-2 er varðar ábyrga kolefnisjöfnun. Einnig er nú vinna í gangi að endurbótum fyrir innlenda staðalinn í samráði við Staðlaráð Íslands. Þessi  tækniforskrift bætir við eftirfarandi kröfum á öll verkefni:

 • Viðbætanleika (e. additionality)

 • Varanleika (e.permanence)

 • Staðfestingu (e.validation)

 • Sannprófun (e. verification)

 • Skráningu (e. registration)

 

Ofangreindar kröfur gerir Súrefni á öll ný verkefni sem þróuð eru fyrir viðskiptavini

pexels-skitterphoto-240040.jpg
Untitled 22.png

VIÐURKENND VIÐMIÐ KOLEFNISJÖFNUNAR

Samkvæmt Umhverfisstofnun þarf kolefnisjöfnunaraðili að uppfylla 7 viðmið til að verkefnið hafi raunverulegan loftslagsávinning í för með sér.  

1. Raunverulegur árangur – verkefni fer sannanlega fram og ber tilskilinn árangur.

 

Súrefni í samstarfi við opinberan úttektaraðila mun gefa út árlega úttekt á að Súrefnisskógarnir eru sannanlega gróðursettir og bera árangur.

2. Mælanlegur árangur – unnt er að mæla árangur með viðurkenndum aðferðum.

Súrefni mun í samstarfi við Skógræktina mæla árangurinn þegar völ er á. Stefnan er að mæling árangursins sé síðan vottuð af vottunaraðila.

 

3. Varanlegur árangur – árangur af verkefni er varanlegur og gengur ekki til baka.

Súrefni og Skógræktin gera með sér samning um að árangur af Súrefnisskógunum er varanlegur og gengur ekki til baka.

 

4. Er viðbót – árangur hefði ekki komið til án kaupa á kolefniseiningum.

Súrefni gróðursetur eingöngu fyrir fjármuni sem koma beint frá viðskiptavinum í þeim einsetta tilgangi að skapa kolefniseiningar.

 

5. Ráðstafanir til að koma í veg fyrir tvítalningu– árangur af verkefni er aðeins nýttur einu sinni
til kolefnisjöfnunar.

Súrefni mun í samstarfi við opinberan úttektaraðila koma í veg fyrir tvítalningu.

 

6. Verkefni leiðir ekki til kolefnisleka – árangur byggist ekki á því að losun flytjist annað.

Súrefni gengur úr skugga um að enginn leki á sér stað við gróðursetningu á nýjum Súrefnisskógum.

7. Óháð vottun – óháður vottunaraðili staðfestir árangur af verkefni.

Stefnan er að öll Súrefnisverkefnin verði vottuð af alþjóðlegri vottunarstofu. Í því felst að allir Súrefnisskógarnir mynda með tímanum vottaðar kolefniseiningar sem skráðar eru í Loftlagsskrá Íslands. Þeirri skrá má líkja við kauphöll eða verðbréfaskrá og fylgir hún alþjóðlegum kröfum og gæðastöðlum.