Verkefni

Verkefni sem framleiða vottaðar kolefniseiningar.

Súrefnisskógurinn

Súrefnisskógurinn er fyrsta verkefni Súrefnis og gróðursettur í samstarfi við Skógræktina.

Grunngerð Súrefnisskógarins er samansett úr birki, alaskaösp og sitkagreni.

Áætlað er að hver hektari af skógræktarlandi bindi um 500-600 tonn Co2e og að um 2500 plöntur fari á hvern hektara. Áætlað er að hver gróðursetning Súrefnisskógarins standi í 50 ár og bindingin sem á sér stað er seld fram í tímann, ásamt einingunum sem koma til með að myndast (ex-ante) og er þetta út frá aðferðarfræði Skógarkolefnis og unnið áreiðanlega út frá ISO staðli 14064 og Tækniforskrift Stðalaráðs Íslands ÍST TS 92: 2022.

Koma allar ítranir Súrefnisskógarins til með að vera vottaðar þess bærum aðilum og skráðar í Loftlagsskrá.

image (1).png
Hringrás - Lógo.png
sko-garkolefnico2_isl.png
surefni (18 of 42).jpg

Súrefnisskógurinn 2022

Fyrsti hluti Súrefnisskógarins er staðsettur við Markarfljót, stutt labb frá þjóðveginum og í beinni auglínu við Seljalandsfoss!

Rúmlega 29.000 plöntur fóru ofan í jörðu í þessum fyrsta hluta verkefnisins og stefnum við í það minnsta á að tvöfalda það magn í næstu gróðursetningu. 


Súrefnisskógurinn er gróðursettur í samstarfi við Skógræktina en Aríel framkvæmdastjóri og Egill fjármálastjóri mættu hressir og tóku til hendinni með teymi Skógræktarinnar.

surefni (35 of 42)
surefni (35 of 42)

press to zoom
surefni (18 of 42)
surefni (18 of 42)

press to zoom
surefni (34 of 42)
surefni (34 of 42)

press to zoom
surefni (35 of 42)
surefni (35 of 42)

press to zoom
1/11