top of page
Writer's pictureSúrefni

Úttekt á kolefnismarkaði

Skil­greina þarf hug­takið kol­efnisein­ing í lög­um og ekki ætti að vera heim­ilt að flytja út alþjóðleg­ar kol­efnisein­ing­ar (IT­MOs) frá Íslandi sem hefðu nei­kvæð áhrif á los­un­ar­bók­hald Íslands fyrr en skuld­bind­ing­ar um sam­drátt í los­un hafa verið upp­fyllt­ar.


Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri skýrslu starfs­hóps um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðuneyt­is­ins um kol­efn­ismarkaði og áskor­an­ir og tæki­færi þeirra í ís­lensku sam­hengi.


Á sama tíma er í skýrsl­unni lagt til að sett verði stefna um kaup á kol­efnisein­ing­um frá öðrum ríkj­um til að upp­fylla mark­mið um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un og kol­efn­is­hlut­leysi, að því gefnu að mark­mið ná­ist ekki með aðgerðum inn­an­lands.


Skoði íviln­an­ir


Starfs­hóp­ur­inn legg­ur einnig til að skatta­leg um­gjörð rekstr­ar við fram­leiðslu og kaup á kol­efnisein­ing­um verði skoðuð, með til­liti til mögu­legra íviln­ana og frá­drátt­ar­bærni rekstr­ar­kostnaðar.

Þá er lagt til að stjórn­völd taki þátt í til­rauna­verk­efni um milli­ríkjaviðskipti á grund­velli Par­ís­ar­samn­ings­ins sem fæli í sér kort­lagn­ingu á nauðsyn­leg­um innviðum stjórn­kerf­is­ins til að sinna slík­um verk­efn­um.

Skýrsl­unni er ætlað að greina stöðu kol­efn­ismarkaða hér á landi, kanna tæki­færi fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki á þess­um mörkuðum og meta hvort ís­lensk stjórn­völd gætu nýtt sér kol­efn­ismarkaði til að upp­fylla alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar í lofts­lags­mál­um.


16 til­lög­ur setta fram


Meg­inþungi henn­ar er á val­kvæða kol­efn­ismarkaðinn, sem þró­ast hef­ur hratt á und­an­förn­um árum, auk um­fjöll­un­ar um alþjóðlegt sam­starf um viðskipti með kol­efnisein­ing­ar byggt á Par­ís­ar­samn­ingn­um. Þá er einnig fjallað um kol­efn­ismarkað og skuld­bind­ing­ar Íslands í lofts­lags­mál­um og verk­efni á sviði föng­un­ar og förg­un­ar kol­efn­is og teng­ingu við alþjóðlega kol­efn­ismarkaði

Skýrsl­an var kynnt á fundi í ráðuneyt­inu fyr­ir skömmu. Nefnd­ina skipa þau Jón­as Fr. Jóns­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og formaður nefnd­ar­inn­ar, Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is,- orku- og lofts­lags­ráðuneyti og Salóme Hall­freðsdótt­ir, sér­fræðing­ur í mat­vælaráðuneyti. Björn Helgi Bark­ar­son, skrif­stofu­stjóri í mat­vælaráðuneyti, tók sæti Salóme í fe­brú­ar 2024 og Rafn Helga­son, sér­fræðing­ur í mat­vælaráðuneyti, tók sæti Björns í maí 2024

Starfs­hóp­ur­inn setti fram 16 til­lög­ur í fimm flokk­um í sam­an­tekt sinni. Skipt­ast þær niður í flokk­ana A. Ríkið sem kaup­andi ein­inga; B. Stefnu­mót­un; C. Laga­breyt­ing­ar; D. Alþjóðleg sam­vinna og E: Óflokkað. Eru þær eft­ir­far­andi:


A. Ríkið sem kaup­andi kol­efnisein­inga


  1. Mælt verði fyr­ir um það í lög­um að sett­ar verði leiðbein­ing­ar um gæði kol­efnisein­inga sem ríkið kaup­ir.

  2. Kol­efnisein­ing­ar og verk­efni sem fram­leiða þær og op­in­ber­ir aðilar kaupa ættu að hafa fengið staðfest­ingu frá fag­gild­um/​trú­verðugum vott­un­araðila og fela í sér raun­veru­leg­an lofts­lags­ávinn­ing.

  3. Kol­efnisein­ing­ar sem op­in­ber­ir aðilar kaupa ættu að vera skráðar í skrán­ing­ar­kerfi þriðja aðila sem metið er full­nægj­andi.

  4. Verk­efni sem gefa af sér kol­efnisein­ing­ar sem op­in­ber­ir aðilar kaupa ættu að upp­fylla lág­marks­regl­ur, svo sem að vera raun­veru­leg (e. real), mæl­an­leg (e. mea­s­ura­ble), var­an­leg (e. per­man­ent) og rekj­an­leg (e. tracea­ble). Sýna þarf fram á viðbót­ar­ár­ang­ur (e. additi­ona­lity), að ein­ing­ar séu ein­kvæm­ar (e. un­ique) og ekki tví­tald­ar (e. no dou­ble count­ing).

  5. Ein­stak­ir kaup­end­ur (op­in­ber­ir aðilar) ættu að upp­lýsa op­in­ber­lega um fjölda keyptra og notaðra ein­inga og teg­und verk­efna að baki ein­ing­un­um. Jafn­framt því ættu þeir að skýra ár­lega frá um­fangi los­un­ar sinn­ar.

  6. Um­hverf­is­stofn­un end­ur­skoði leiðbein­ing­ar um kol­efnis­jöfn­un fyr­ir op­in­bera aðila frá 2020 og slíkt verði gert reglu­lega (þó að teknu til­liti til út­færslu á fyrsta tölulið hér að ofan).

  7. Könnuð verði nýt­ing útboða til kaupa á kol­efnisein­ing­um fyr­ir þá aðila sem falla und­ir 5. gr. c í lög­um nr. 70/​2012.

  8. Ríkið sem land­eig­andi eigi frum­kvæði að því að skil­greina land til lofts­lagsaðgerða með fram­kvæmda­áætl­un um bætta land­nýt­ingu í þágu lofts­lags­mála. Við ráðstöf­un lands til aðgerða verði jafn­ræðis gætt, t.d. með útboði.


B. Laga­breyt­ing­ar


  1. Hug­takið kol­efnisein­ing verði skil­greint í lög­um.

  2. Unnið verði laga­frum­varp í sam­vinnu við at­vinnu­lífið um kol­efn­is­skrár með það að mark­miði að setja al­menna um­gjörð um slíka starf­semi, svo sem um stofn­un, hæfis­skil­yrði eig­enda, kröf­ur til ferl­is við skrán­ingu og af­skrán­ingu kol­efnisein­inga, réttaráhrif skrán­ing­ar og þátt­tak­end­ur í skrán­ing­ar-/​af­skrán­ing­ar­ferli.


C. Stefnu­mót­un


  1. Sett verði stefna um kaup á kol­efnisein­ing­um frá öðrum ríkj­um til að upp­fylla mark­mið um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un sem og kol­efn­is­hlut­leysi, að því gefnu að mark­mið ná­ist ekki með aðgerðum inn­an lands.

  2. Stjórn­völd móti stefnu, t.d. með viðbót í Aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um, um að ekki verði heim­ilaður út­flutn­ing­ur á alþjóðleg­um kol­efnisein­ing­um (IT­MOs) frá Íslandi sem hefðu nei­kvæði áhrif á los­un­ar­bók­hald Íslands. Stefn­una má end­ur­skoða þegar Ísland hef­ur upp­fyllt skuld­bind­ing­ar um sam­drátt í los­un.

  3. Skatta­leg um­gjörð rekstr­ar við fram­leiðslu og kaup á kol­efnisein­ing­um verði skoðuð m.t.t. mögu­legra íviln­ana og frá­drátt­ar­bærni rekstr­ar­kostnaðar:

  4. Aukið svig­rúm fyr­ir­tækja til frá­drátt­ar á út­gjöld­um til kol­efnis­jöfn­un­ar eig­in rekst­urs með nán­ari grein­ingu á því hvenær mark­mið um t.d. kol­efn­is­hlut­leysi telj­ist tengt tekju­öfl­un. Þannig væri horft til þess hvenær kaup á kol­efnisein­ing­um frá þriðju aðilum gætu tal­ist eig­in­leg­ur rekstr­ar­kostnaður (í stað gjafa/​fram­laga) (og þá með virðis­auka­skatti).

  5. Sér­stak­ar fyrn­ing­ar­heim­ild­ir vegna fjár­fest­inga í fast­eign­um (þ.m.t. landi) eða búnaði til fram­leiðslu kol­efnisein­inga og/​eða sam­drátt­ar eða bind­ing­ar í eig­in starf­semi.

  6. Mögu­leik­ar á end­ur­greiðslu til­tek­ins hlut­falls fjár­fest­inga­út­gjalda vegna verk­efna sem stuðla að var­an­legri bind­ingu kol­efn­is og fram­leiðslu kol­efnisein­inga til sölu.

  7. Hvort heim­ila eigi fyr­ir­tækj­um að greiða um­hverf­is­skatta (eða lækka skatt­stofn) með af­hend­ingu kol­efnisein­inga.


D. Alþjóðleg sam­vinna


  1. Lagt er til að ís­lensk stjórn­völd taki þátt í til­rauna­verk­efni um milli­ríkjaviðskipti á grund­velli 6. gr. Par­ís­ar­samn­ings­ins sem fæli m.a. í sér kort­lagn­ingu á nauðsyn­leg­um innviðum stjórn­kerf­is­ins til að sinna slík­um verk­efn­um.

  2. Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið (URN) óski eft­ir því að ut­an­rík­is­ráðuneytið, í sam­starfi við URN, kanni hvernig lofts­lags­verk­efni á sviði þró­un­ar­sam­vinnu geta nýst þró­un­ar­ríkj­un­um til að ná mark­miðum sín­um í átt að kol­efn­is­hlut­leysi á grund­velli 6. gr. Par­ís­ar­samn­ings­ins. Horft verði til allra þátta sem ákvæði grein­ar­inn­ar ná til og upp­lýs­inga aflað um hvernig önn­ur sam­bæri­leg ríki vinna með ákvæði henn­ar.


E. Annað


  1. Stjórn­völd hafi frum­kvæði að því að leiða sam­an hagaðila til að kanna áhuga á stofn­un viðskipta­vett­vangs (markaðstorgs) með kol­efnisein­ing­ar. Jafn­framt mættu op­in­ber­ir aðilar íhuga notk­un þessa, t.a.m. upp­boðsmarkaða, í því skyni að stuðla að hag­kvæmni í op­in­ber­um rekstri, tryggja sam­keppni og jafn­ræði selj­enda, auk þess sem slíkt gæti eflt ný­sköp­un og þróun varðandi lausn­ir í lofts­lags­mál­um.



Grein birtist upphaflega á mbl.is

bottom of page