top of page
  • Writer's pictureSúrefni

Fyrsti Súrefnisskógurinn verður staðsettur í Símonarskógi við Markarfljót.

Nú er staðfest að fyrsti Súrefnisskógurinn verður gróðursettur vorið 2022 og verður hann staðsettur við Markarfljót við Símonarskóg. Er þessi skógur nær alfarið gróðursettur í samstarfi við HP Gáma og Hringrás og mun vera nefndur Hringrásarskógurinn.





Gróðursettar verða 15.000 aspir sem munu binda uþb. 1500 tonn af CO2 á næstu 50 árum og mun umsýsla og viðhald alfarið vera í höndum Skógræktarinnar. Að 50 árum loknum mun þessi skógur breytast í almenningseign undir umsjón Skógræktarinnar og mun bæta land- og loftgæði ásamt því skapa störf á svæðinu við framkvæmdir og umhirðu svæðisins.





Ennfremur mun svæðið geta nýst sem útivistarsvæði til framtíðar ásamt því að græða landið og losar um leið umhverfið við lúpínugróður sem er þar á svæðinu núna.




Höfundur: Aríel Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri




33 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page