Súrefni
Hvernig á að gróðursetja basiliku fræjum?
Hefurðu aldrei gróðursett áður? Ekkert vandamál!
Hér eru auðveldar leiðbeiningar til að hjálpa þér að við að byrja.
Í kaupauka með gjafabréfunum okkar sem er tilvalin jólagjöf er hægt að velja um kaupauka sem inniheldur Sítrónu Basilíku lífrænt vottuðum fræjum.

Kaupaukinn á að hjálpa þér að taka fyrstu skrefin í átt að eigin ræktun!
Að rækta basilíku er talið vera með því einfaldasta sem fólk getur ræktað og því tilvalið að byrja á þeirri plöntu. Hinsvegar fylgir ekki venjuleg basilíka með í okkar kaupauka heldur Sítrónu Basilíka! Munurinn er sá að sítrónu basilíkan er með sítrónu keim, og lyktar dásamlega og er frábær út á mat.
Hvað þarftu til þess að byrja?
Basilíku fræ
Mold
Pott
Vökva
Ljósalampa eða suðurglugga
Basilíkan dafnar best í miklu sólarljósi og mæla flestir á íslandi með að gróðursetja basilíku yfir sumartímann svo plantan fái nóg sólarljós, hinsvegar er alveg hægt að rækta basilíku en þú þarft þá annaðhvort ljóslampa fyrir gróður eða góðan suðurglugga.
Áður en þú setur fræin niður þarf moldin að vera rök, gott að bleyta örlítið upp í henni.
Þú gróðursetur 4-6 fræ í hvern pott og það þarf að ýta fræjunum djúpt ofan í moldina.
Basilíka vill vera í röku umhverfi, þú þarft þess vegna að vökva plöntuna 1 sinni í viku circa 16ml í hvert skipti.
Gott er að færa plöntuna í stærri pott þegar hún stækkar.
Nú er það bara að bíða eftir að plantan vaxi og þú getur byrjað að nota sítrónu basilíku í matinn þinn!
Sítrónu Basilíkan er sérstaklega góð uppþornuð mulin yfir fisk, í salatið, með pizzunni og svo að sjálfsögðu sem sítrónu basil olía!
Bon appétit!
Höfundur: Aríel Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri