top of page
  • Writer's pictureSúrefni

Það er hagkvæmt fyrir fyrirtæki að kolefnisjafnaÞað þarf ekki að ítra jákvæðu áhrifin við kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun fyrirtækja, enda eru allflestir fullkomlega meðvitaðir um gróðurhúsaáhrif og hamfarahlýnun þessa dagana, ásamt þeirri ábyrgð sem við öll berum að draga úr kolefnissporinu.


Lögaðilar ættu þó að vera meðvitaðir um lagabreytingu um tekjuskatt sem tóku gildi í ársbyrjun 2021 sem aukna hvatningu til aðgerða.


Skattafrádráttur vegna kolefnisjöfnunar Samkvæmt breyttum lögum má nota hluta tekna til kolefnisjöfnunar (allt að 0,85% árstekna) án tekjuskattsgreiðslu fyrir árið sem stendur yfir þegar framlögin eru greidd. Þetta á við aðgerðir í rekstri til kolefnisjöfnunar lögaðilans sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslu og endurheimtar votlendis.


Til þeirra teljast, auk framlaga til sjóða, stofnana, sjálfseignarstofnana og samtaka sem vinna að kolefnisjöfnun, verklegar framkvæmdir sem fyrirtæki taka að sér í samvinnu við sjóði, stofnanir, sjálfseignarstofnanir og samtök og taka ekki greiðslu fyrir. Frekari kynning er á vef Alþingis.


Höfundur: Aríel Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri
33 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page