top of page
  • Writer's pictureSúrefni

Kolefnisjöfnun árið 2022

Updated: Dec 14, 2022


Á íslenskum markaði í dag er örfá verkefni að finna sem skapa vottaðar kolefniseiningar aðrar en í skógrækt með tilkomu Skógarkolefnis aðferðafræðinnar.

Kolefniseiningar eru óðum að verða ný leið fyrir fjármögnunaraðila, ríkisstofnanir og eigendur sjálfbærra verkefna til að eiga gagnlegt og raunhæft samtal um framkvæmd og fjármögnun - enda voru kolefniseiningar til þess ætlaðar; til að hvetja til verkefna sem gætu framkvæmt sitt þarfa verk á framkvæmanlegan máta og tengja saman metnað og fjármagn.

Þetta er markaður í mikilli grósku og hin nýlega "Article 6" viðbót við Parísarsáttmálann sem kynnt var á COP26 endurspeglaði og ruddi leiðina á útflutning og innfluttning á vottuðum kolefniseiningum um allan heim. Kemur þetta til með að skapa mörg ný tækifæri í verkefnum innanlands.


Verkefnin


Verkefni kolefnisjöfnunar sem framleiða vottaðar einingar skiptast almennt séð í tvo flokka: forvarnarverkefni (e. avoidance offsets) sem koma þá í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) og bindingarverkefni (e. removal offsets) sem binda GHL sem þegar er í loftinu.


Bindingarverkefni eins skógrækt taka almennt séð mjög langan tíma að raungerast.


Í bígerð hjá Súrefni eru nokkur verkefni ásamt næstu ítrun Súrefnisskógarins 2024 og komum við til með að hrinda þeim í framkvæmd sem fyrst - enda er eftir engu að bíða!


Verkefni í kolefnisjöfnun þurfa alltaf að vera vottuð af þriðja aðila til að úr þeim myndist vottaðar kolefniseiningar og hægt sé í kjölfarið að nýta þær á móti kolefnisspori sínu á ábyrgan og viðurkenndan máta.


Líklegt er meira að segja að hinn valkvæði markaður kemur til með að hafa áhrif á losunarheimildir og kröfur landa til Parísarsáttmálans ef einingarnar eru vottaðar.


Framkvæmdin á markaði


Ekki eru allir lögaðilar tilbúnir í kolefnisjöfnun enda vantar enn upp á pressuna fyrir marga lögaðila að taka skrefið. Við bjóðum fyrirtækjum möguleikann að hefja vegferðina án þess endilega að taka allt sporið í einu. Mikilvægast er að byrja að rannsaka málið, reikna sporið, og skoða hvað hægt er að draga úr.
Spennandi tímar eru framundan í kolefnisjöfnun á Íslandi. Hafðu samband ef þú vilt skoða málið nánar fyrir þitt fyriræki.

32 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page