Í dag markar tímamót í starfsemi Súrefnis.
Pure North verkefnið hefur hér með verið skráð í Verra loftlagsskrá.
Verkefnið skráir fyrstu plasteiningarnar á Íslandi og í Evrópu og er stórt skref fyrir hringrásarhagkerfi Íslands og plastendurvinnslu innanlands.
Við í Súrefnisteyminu viljum þakka Sigurði Halldórssyni og Pure North teyminu öllu fyrir samstarfið.
Af öllum fimm skráðum plastverkefnum hjá Verra er verkefnið það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu og annað plast-endurvinnsluverkefnið í heiminum sem vottar plasteiningar hjá Verra og gefur því starfi PNR mikla viðurkenningu og markar sérstöðu þeirra í heimi endurvinnslu.
Ennfremur er áætlað heildarmagn plasts sem enduruunnið verður á fyrsta hluta vottunartímabilsins (2021-2028) og mun vottað til eininga um 17.500 tonn og mun hagnaður af þeim einingum aðstoða verkefnið við vöxt og þróunarvinnu.
Hér sést með einkaframtakinu og nýlegri tækni sjálfbærnieininga (út frá hinum víðfrægu kolefniseiningum hafa nú þróast plasteiningar) að styrkja stöðu endursvinnslustofnunar og gera hana sjálfstæðari gagnvart ríkisvaldi og í raun sýna Íslendingum hvað er hægt að framkvæma innan eigin landsteina.
Comments