top of page
Writer's pictureSúrefni

Síðbúin nýársuppfærsla!

Halló elsku Súrefnissamfélag og kæru lesendur nær og fjær, gleðilegt nýtt ár og við óskum ykkur farsældar á komandi ári.


Þetta ár verður krefjandi fyrir okkur öll - aldrei hafa umhverfismál og umhverfisábyrgð verið meira í brennidepli heldur en nú og aldrei hefur ábyrgðin verið meiri í heimssamfélaginu til aðgerða! Við í Súrefnisteyminu finnum fyrir þessu daglega og viljum gera öllum auðvelt að taka þátt.


Verkefni okkar síðustu vikur hefur verið gífurleg grunnvinna, fræðsla og rannsóknir. Við erum enn að byggja grunnstoðir Súrefnis og læra gífurlega mikið!


Einnig eru í bígerð nokkur ný þróunarverkefni sem munu koma til með að auka bindingarmöguleika okkar umfram nýskógrækt.


ÞAKKLÆTISVOTTUR


Við viljum byrja árið á að sýna öllum meðlimum Súrefnissamfélagsins nær og fjær þakklæti okkar og höfum ákveðið að gróðursetja einu tré fyrir hvern skráðan meðlim Súrefnissamfélagsins!







Takk fyrir þátttökuna og fyrir að gera landið grænna!




FAQ


Súrefnisteymið hefur fengið fjöldan allan af ábendingum síðustu vikur og mánuði, (hjálplegar og óhjálplegar!) og við höfum safnað bestu spurningunum saman í stórt og viðamikið SPURT OG SVARAÐ sem við erum afar stolt af!


Eitt af grunnmarkmiðum Súrefnis er og mun halda áfram að vera ráðgjöf og fræðsla, að tala um kolefnisjöfnun á mannamáli og vinna ötult að því að gera það auðvelt fyrir alla að taka ábyrgð á eigin kolefnisspori - og jafnvel skemmtilegt í leiðinni!


Samstarf


Súrefnisteymið er afar spennt að hefja samstarf við ReSource verkfræðistofu.


ReSource mun einnig koma til með að vera okkar megin útreikningsaðili fyrir fyrirtæki og stofnanir sem við byggjum síðan okkar bindingarmöguleika á.


Ennfremur er gaman að segja frá því að Súrefni mun koma til með að færa skrifstofu sína inn til ReSource International í glænýju skrifstofuhúsnæði í Vallarkórnum, fyrir ofan umhverfisvænustu matvöruverslun landsins (Good Guy Krónan!)!


Gæðaferlar, verkferlar og grunnskipulag.


Súrefni er hluti af vinnuhópi ýmissa hagsmunaaðila á íslenskum markaði við að koma á kerfi í kringum ábyrga kolefnisjöfnun á vettvangi Staðlaráðs Íslands og fylgir bæði ISO staðli 14064 um ábyrga kolefnisjöfnun ásamt því að vinna að endurbótum innlenda staðalsins um kolefnisjöfnun á Íslandi (ÍST WA 91:2021).


Sú afurð sem ætlað er að koma úr því starfi mun leiða af sér að fyrirtæki á Íslandi munu geta fengið vottaða losun sína og mótvægisaðgerðir ásamt því að íslensk loftlagsverkefni í skógrækt, votlendisendurheimt eða öðru munu geta fengið vottun á framleiddar kolefniseiningar.


Tilgangur þessa starfs er að tryggja rekjanleika, gagnsæi og áreiðanleika í kolefnisjöfnun, bindingu og samdrátt losunar og tryggja samræmi milli íslenskra og erlendra viðmiða, ásamt því að skapa skilning og sátt um mismunandi aðferðir kolefnisbindingar og koma í veg fyrir grænþvott.


Öll okkar starfsemi byggist á gæðakerfi sem dregur innblástur sinn úr Skógarkolefni, heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna og ISO stöðlum er varðar ábyrga kolefnisjöfnun:

  • ISO 14064 kaflar 1-3 henta ágætlega við íslenskar aðstæður

  • ÍST WA 91:2021 endurbætur fyrir innlenda staðalinn með Staðlaráði Íslands

Ennfremur leggjum við ríka áherslu á forðun gegn grænþvotti. Eitt af því sem við höldum til haga eru skýrar reglur um tjáningu um kolefnisjöfnun í markaðsefni okkar viðskiptavina og skiptir þar t.d. umfang og tímabil miklu máli.


Súrefni kolefnisjafnar eingöngu fyrir fyrirtæki sem hafa fengið viðurkennda úttekt og útreikning á sinni kolefnisjöfnun - hvort sem um ræðir viðurkennt Grænt bókhald eða EPD alþjóðlega vottaðan útreikning. Súrefni ráðfærir sig ávallt við sinn yfirlýsta útreikningsaðila (ReSource International) ef um ræðir óvissu er varðar ágæti útreiknings fyrirtækja á kolefnisspori.


Allur rekstur Súrefnis er tekinn út af alþjóðlegum endurskoðanda sem tryggir að allir ferlar hafa verið yfirfarnir og samþykktir af þeim ásamt gloppugreiningu og staðfestingu með takmarkaðri vissu í samræmi við alþjóðlegan staðal (e. Limited Assurance). Einnig mun sá aðili sjá um endurskoðun hjá Súrefni. Sá aðili verður kynntur von bráðar.


Nýjar viðbætur við teymið


Við höfum heldur betur lent í lukkupottinum með Súrefnisteymið sem nú telur fimm (og vonandi bætist enn frekar í hópinn á næstu vikum!).


Júlia Cristiê Kessler


Hún Júlia er efnaverkfræðingur Súrefnis. Hún öðlaðist meistaragráðu í efnaverkfræði frá Federal University of Santa Catarina og BA gráðu í matvælaverkfræði frá Federal Technological University of Paraná. Hún hefur unnið að fjölmörgum mismunandi viðfangsefnum, svo sem lyktarmælingum, sjálfbærum útdráttaraðferðum, afkastamikilli vökvaskiljun, gasskiljun, massagreiningu, og nanótækni- og vökvafræði með áherslu á örvökvafræði.


Júlia gekk einnig í fræðsluráð matvæladeildar (Federal Technological University of Paraná) frá 2017 til 2019.


Sem stendur hefur hún rannsóknarstyrk við verkfræðideild háskólans í Porto, Portúgal (FEUP) og vinnur þar að Ph.D. ritgerð sinni í efnaverkfræði.


Rannsóknir hennar beinast að grænni útdráttartækni til að endurheimta virðisaukandi efnasambönd úr náttúrulegum fylkjum (t.d. SFE-CO2 útdrætti). Aðal áhersla ritgerðarinnar snýr að öflun og stöðugleika virkra sameinda úr Moringa oleifera trénu til að nýta í snyrtivörum.


Sigurður Petur Stephan


Sigurður er ráðgjafi Súrefnis varðandi stjórnun nýsköpunar. Hann öðlaðist BSc gráðu í viðskiptafræði frá HR & IÉSEG ásamt því að stunda nú mastersnám í Innovation Management í HR.


Starfsreynsla Sigurðar er í bankageiranum en hann hefur einnig verið virkur í nýsköpunarumhverfi Íslands en þar ber að nefna að fara út fyrir hönd Íslands á University Startup Worldcup, sigurvegari Guðfinnuverðlauna & Reeboot hack, ásamt því að aðstoða við Charge energy branding ráðstefnu 2019. Hann gerði einnig BSc rannsókn um ferðahegðun og kolefnisjöfnun ungra Íslendinga.


Áhugaverðar fréttir um kolefnisjöfnun síðustu vikna


Kvika og Klappir gera góða hluti!


Stórfyrirtæki á Íslandi eru að hefja stór verkefni í kolefnisjöfnun


Festi fjárfesta í risastóru verkefni og skrá Loftlagsskrá



Súrefni í fréttum:










24 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page