top of page
  • Writer's pictureSúrefni

Súrefni í FréttablaðinuSúrefni var stofnað árið 2020 en hóf formlega starfsemi sumarið 2021. Súrefni býður upp á vottaðar kolefniseiningar til ábyrgrar kolefnisjöfnunar.


Mikil vöntun hefur verið á vottuðum kolefniseiningum á Íslandi og hefur aðalmarkmið Súrefnis ávallt verið verkefnaþróun og -stjórn sjálfbærra verkefna sem geta gefið af sér vottaðar kolefniseiningar. Stofnandi Súrefnis er viðskipta- og tölvunarfræðingurinn Aríel Jóhann Árnason en Aríel er útskrifaður frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur síðan bætt við sig sérmenntun frá Cambridge Judge Business School í hringrásarhagkerfinu (e. Circular Economy and Sustainability Strategies) samhliða stofnun Súrefnis.

Meðeigandi Súrefnis er Egill Örn Magnússon alþjóðaviðskiptafræðingur en með þeim tveimur vinnur fimm manna teymi af sérfræðingum í umhverfisverkfræði, efnaverkfræði og endurvinnslu ásamt sérfræðingum í nýsköpun og markaðssetningu. „Hugmyndin á bak við Súrefni hefur alltaf verið að færa kolefnisjöfnun nær neytendum á Íslandi, hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar. Við viljum gera þessa aðferðafræði auðskiljanlegri með ýtarlegri upplýsingagjöf og auðveldara aðgengi,“ segir Aríel.

Áherslan á fyrirtækjamarkaðinn

Helsta markmiðið á fyrsta starfsári Súrefnis hefur verið að sinna fyrirtækjum enda er mesta álagið á þeim að taka sitt kolefnisspor í gegn. „Markaðsrannsóknir Súrefnis endurspegluðu snemma að einstaklingar virðast fremur vilja kaupa kolefnisjafnaða vöru og þjónustu frá ábyrgum fyrirtækjum og taka þátt með þeim hætti, frekar en að taka allan pakkann sjálfir. Þjónusta Súrefnis hefur þó frá upphafi verið til staðar fyrir einstaklinga, til að reikna út kolefnisspor sitt gróflega og draga úr eigin kolefnisspori með fyrsta verkefni Súrefnis: Súrefnisskóginum,“ segir Aríel.

Súrefnisskógurinn

Fyrsti hluti Súrefnisskógarins var gróðursettur á Suðurlandi við Markarfljót og Seljalandsfoss í júlí 2022 og við fyrstu gróðursetningu var tæplega 29 þúsund birki- og asparplöntum komið í jörðu. „Allur Súrefnisskógurinn kemur til með að standa í það minnsta í hálfa öld á meðan hann vinnur sitt þarfa verk að binda kolefni. Að þeim tíma loknum verður hluti viðarins nýttur til að viðhalda jarðbindingu á meðan afgangi skógarins verður viðhaldið í áframhaldandi skógrækt.“

Súrefnisskógurinn er unninn í nánu samstarfi við Skógræktina, iCert vottunarstofu og fleiri ábyrga aðila á íslenskum markaði kolefnisjöfnunar. „Þar ber helst að nefna að teymi Súrefnis kom að þróun tækniforskriftar Staðlaráðs Íslands er varðar ábyrga kolefnisjöfnun á Íslandi og fylgir Súrefnisskógurinn ásamt öllum verkefnum undir handleiðslu Súrefnis reglugerð tækniforskriftarinnar um ábyrga kolefnisjöfnun á Íslandi.

Súrefni vinnur hörðum höndum að verkefnaþróun nýrra verkefna sem koma einnig til með að binda kolefni eða koma í veg fyrir losun, og vinnur í nánu samstarfi við Verra og Gold Standard í þróun verkefna sem munu bjóða íslenskum fyrirtækjum upp á möguleikann á að draga úr eigin kolefnisspori með ábyrgum hætti. Vottaðar kolefniseiningar eru enda grundvöllurinn fyrir möguleikanum á að standa við markmið Íslands og allra jarðarbúa, sem komu til vegna Parísarsáttmálans árið 2015.

Hið viðamikla regluverk sem fylgir kolefniseiningum út frá aðferðafræði eins og Gold Standard, Verra og Skógarkolefni á Íslandi er eina leiðin til að gera vottaðar kolefniseiningar að raunverulega gagnlegu tóli. Einnig spilar það hlutverk boðleiðar á milli sjálfbærra verkefna annars vegar og ábyrgra fjármögnunaraðila hins vegar, ásamt fyrirtækjunum sem kunna að sjá hag eða nauðsyn í áreiðanlegri kolefnisjöfnun,“ segir Aríel.

Öll fyrirtæki, stór og smá, geta hafið sína vegferð með því að fjárfesta í kolefnisjöfnun og stefnt í átt að kolefnishlutleysi. Þetta er líkast til eitt af því verðmætasta sem fyrirtæki getur gert til að taka ábyrgð á eigin losun, og um leið til að bæta ímynd sína út á við.

Kolefnisjöfnun og -hlutleysi

„Kolefnishlutleysi endurspeglar jafnvægið sem myndast eftir að kolefnisjöfnun á sér stað, en sú jöfnun felst í raun einfaldlega í því að mæla hversu mikið einstaklingur eða fyrirtæki mengar á einu ári og bæta upp fyrir þá mengun árlega með notkun vottaðra kolefniseininga.

Í þessu samhengi þarf útreikningurinn að vera vottaður af þriðja aðila til að teljast áreiðanlegur. Einnig þarf jöfnunin að vera framkvæmd með vottuðum kolefniseiningum til að geta talist raunveruleg. Kolefnisjöfnun er einungis staðhæfð þegar vottuðu einingarnar hafa raungerst (fremur en að vera „í bið“ eins og margar einingar í skógræktarverkefnum eru).“

Þetta er langhlaup

„Öll fyrirtæki, stór og smá, geta hafið sína vegferð með því að fjárfesta í kolefnisjöfnun og stefnt í átt að kolefnishlutleysi. Þetta er líkast til eitt af því verðmætasta sem fyrirtæki getur gert til að taka ábyrgð á eigin losun, og um leið til að bæta ímynd sína út á við. Sérfræðingar Súrefnis geta aðstoðað allar tegundir fyrirtækja í þessu verkefni og eru fyrstu skrefin mun ódýrari en flestir telja.


Vinsælt er til dæmis að taka fyrir umfang 1 sem er auðveldast og fljótlegast að reikna út. Við hjá Súrefni leggjum áherslu á að kolefnisjöfnun ein og sér er einungis einn hluti af mikilvægri keðju hringrásarhagkerfisins. Það eru fjöldamörg önnur atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga að auki ef á að bjarga jarðarbúum frá loftlagsvánni.

Lykilatriði er að hafa í huga að þetta er langhlaup, og að hvert einasta litla skref hjálpar,“ segir Aríel að lokum.

Á surefni.is getur þú kannað möguleikann á kolefnisjöfnun þinnar starfsemi.
105 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page