top of page

Samstarf ReSource og Súrefnis

Writer: SúrefniSúrefni

Það er með sannri ánægju að tilkynna væntanlegt samstarf milli Súrefnis og ReSource verkfræðistofu.


ReSource ehf. þróar og smíðar verkfræðilausnir fyrir flókin umhverfisvandamál. Þeir sjá um rekstur, ráðgjöf, hönnun, vöktun og þróun fjölbreyttra lausna sem tengjast hringrásarhagkerfinu, umsjón úrgangs og vatns, mengun og orkuframleiðslu. Verkefnin þeirra spanna Vestur- og Norður Evrópu en eru með starfsstöðvar á Íslandi, Svíþjóð og Sviss.


Markmið ReSource er að hjálpa lögaðilum að draga úr sínum umhverfisáhrifum og að verða þátttakendur í hringrásarhagkerfinu, ásamt því að starfa með fyrirtækjum og stofnunum á öllum stigum til þess að fylgjast með og minnka mengun, setja upp og reka umhverfiskerfi, minnka úrgang og veita ráðgjöf um stefnumótun í umhverfismálum.




Í þessu góða samstarfi mun ReSource fyrst og fremst sinna framúrskarandi ráðgjöf og þróun á verkefnum í samstarfi við Súrefni. Með þessu móti geta ReSource og Súrefni boðið fyrirtækjum upp á heildstæða lausn þegar kemur að þeirra þörfum í kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun, allt frá útreikningi kolefnisspors, þeirra lausna sem þörf er á til að draga úr kolefnissporinu og bindingu með gróðursetningu fyrir þeirri losun sem eftir stendur.


Stefnan er að öll þjónusta kolefnisjöfnunar sem ReSource og Súrefni bjóða upp á, allt frá útreikningi til kolefnisjöfnunar, verði síðan vottuð samkvæmt alþjóðastöðlum svo áreiðanleiki sé í hámarki.

bottom of page