top of page
  • Writer's pictureSúrefni

5000 tonn kolefnisbundin í Súrefnisskóginum 2022

Updated: Dec 14, 2022

Það gleður okkur í Súrefnisbækistöðvunum að tilkynna gróðursetningu fyrsta hluta Súrefnisskógarins!


Fyrsti hluti Súrefnisskógarins er staðsettur við Markarfljót, stutt labb frá þjóðveginum og í beinni auglínu við Seljalandsfoss!Rúmlega 28.000 plöntur fóru ofan í jörðu í þessum fyrsta hluta verkefnisins og stefnum við í það minnsta á að tvöfalda það magn í næstu gróðursetningu.


Súrefnisskógurinn er gróðursettur í samstarfi við Skógræktina en Aríel framkvæmdastjóri og Egill fjármálastjóri mættu hressir og tóku til hendinni með teymi Skógræktarinnar.


Aríel Jóhann Árnason (t.v.) og Egill Örn Magnússon (t.h.)Þessi fyrsti áfangi Súrefnisskógarins samanstendur af Hringrásarskóginum fyrir Hringrás HP gáma, fögrum birkiskógi fyrir fyrirtækið Maul og fyrir ýmsa fleiri lögaðila ásamt hundruðum einstaklinga.


Kolefnisbindingin sem áætluð er að verða út frá tilstuðlan þessa hluta skógarins verður í kringum 5000 tonn Co2e en það jafngildir bindingu á árlegri losun 416 Íslendinga eða keyrslu um 3100 bensínfólksbíla á ári. Plönturnar gróðursettar voru um 85% alaskaaspir og 15% birki. Gróðursetning fór fram 5. og 6. maí 2022.
188 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page