Um Súrefni

Updated: Dec 6, 2021

Surefni hóf starfsemi sína formlega í byrjun sumars 2021. Hugmyndin fæddist mörgum árum áður. Vandamálið var skýrt: heimurinn var að kafna.


En hvað var hægt að gera? Það virtist allt of viðamikið að reyna að bjarga heiminum. En svo, eiginlega fyrir slysni, kom svarið til okkar.Hvernig gerir maður eitthvað stórkostlegt? Hvernig byggði maðurinn pýramídana, risavaxnar dómkirkjur og mikilfenglega turna? Jú... í litlum skrefum. Stein fyrir stein, vegg fyrir vegg, hæð fyrir hæð.

Svo við hugsuðum á sama hátt. Við ætlum að bjarga heiminum, með einu gróðursettu tré í einu. Flóknara er það ekki. Mun þetta leysa öll vandamálin tengd hamfarahlýnun? Nei. En þetta er skref í rétta átt.

Verkefnið okkar núna er að finna leiðina og að hrífa ykkur með okkur.

Bakvið Súrefnisverkefnið standa Geir Sigurður Gíslason og Aríel Jóhann Árnason.

Verkefni Geirs er sölustjórn Súrefnis. Hann hefur í mörg ár unnið sem markaðsstjóri, sölustjóri og rekstrarstjóri í endurvinnsluiðnaðinum.

Verkefni Aríels er framkvæmdastjórn. Hann er viðskipta- og tölvunarfræðingur að mennt og hefur unnið um árabil sem hugbúnaðarsérfræðingur og frumkvöðull.

Markaðsstjóri Súrefnis er Egill Örn Magnússon, viðskiptafræðingur og MBA. Hann hefur unnið sem verkefna- og framkvæmdastjóri iðnaðarfyrirtækja í mörg ár ásamt frumkvöðla- og þróunarvinnu í nýsköpun innan flutningageirans.

Verkefnið þitt, kæri gestur, er að taka þátt. Eitt tré eða hundrað, það skiptir ekki máli. Svo fremi sem þú tekur þátt. Svo fremi sem þú tekur ábyrgð.

Vertu hjartanlega velkomin/nn í Súrefnissamfélagið.


Kær kveðja- Aríel Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri24 views0 comments