Skilmálar

Súrefni skilmálar viðskipta

 

Magn plantna sem gróðursett verður á komandi ári ákveður Súrefni í september árinu á undan, út frá fjármagni sem liggur fyrir.

 

Gróðursetning

 

Gróðursetning plantna á sér alfarið stað hjá Skógræktinni (skogur.is) sem ábyrgist örugga og vistvæna skógrækt. Miðað er við að hvert tré selt sé staðaltré (hér eftir kallað „Súrefnistré") sem er blanda af sitkagreni og alaskaösp. Miðað er við upphaflegri gróðursetningu 2500 plantna á hektara. Gert er ráð fyrir í gjaldskrá verð fyrir gróðursetningu ásamt kostnaði vegna grisjunar og annarra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja góða skógarumhirðu og náttúrlegra affalla trjáa.

 

Súrefni ábyrgist ekki að tré eða hluti skógarins sem verður fyrir tjóni vegna óviðráðanlegra ytri áfalla, s.s. vegna skógarelda eða annarra náttúruafla, verði endurgróðursett.

 

Í slíkum tilvikum mun Súrefni, í samstarfi við Skógræktina, grípa til allra tiltækra aðgerða til þess að draga úr slíku tjóni og áhrifum þess á kolefnisjöfnun.

 

Áskrift

 

Einstaklingar og fyrirtæki geta bundið losun sína í mánaðarlegri og árlegri áskrift og geta skráð sig á vefsíðu Súrefnis.

 

Einstaklingar og fyrirtæki í áskrift geta sagt upp áskrift sinni með 90 daga fyrirvara.

 

Skila- og endurgreiðsluréttur

 

Einstaklingar og fyrirtæki sem hafa greitt fyrir staka gróðursetningu eiga rétt á endurgreiðslu allt að 30 dögum eftir greiðslu, að undanskyldu tímabilinu milli 1. ágúst og 1. september á ári hverju. Eftir 1. september er kaupáætlun Súrefnis á gróðursetningu ákveðin og endurgreiðsla ekki möguleg.

 

Gjaldskrá

 

Verð eru ákvörðuð út frá verðbólgu og innkaupaverði gróðursetningar á ári hverju. Verð eru ákveðin í lok árs og gildir það fyrir komandi ár.

 

Vottun

 

Fyrirtækjaverkefni sem binda eigin losun í gegnum Súrefni verða vottuð. Í samstarfi við Skógræktina og iCert verður öll kolefnisjöfnun vottuð í gegnum Skógarkolefnisverkefnið hjá Skógræktinni. Sjá nánar hér.

 

Kolefnisjöfnunareiningar

 

Allar vottaðar kolefnisjöfnunareiningar sem skapast við grórðusetningu verða eign Súrefnis sf. að undanskyldum þeim einingum sem fyrirtæki hafa greitt fyrir tilkall í.

 

Trúnaður

 

Öll viðskipti og persónuupplýsingar sem berast Súrefni er farið með sem trúnaðarmál og er ekki afhent þriðja aðila. Öll birting á kaupum kolefnisjöfnunar á vefsíðu Súrefni eða öðru markaðsefni er nafnlaus nema viðskiptavinir samþykki nafnbirtingu.