Alþjóðleg skógrækt

Alþjóðleg skógrækt

6.300krPrice

Lýsing:

Einingasafn 4 samanstendur af íslenskum og erlendum skógræktarverkefnum

 

Dæmi um verkefni í verkefnasafni:

Súrefnisskógurinn 2022

Fyrsti hluti Súrefnisskógarins er staðsettur við Markarfljót, stutt labb frá þjóðveginum og í beinni auglínu við Seljalandsfoss. Rúmlega 29.000 plöntur fóru ofan í jörðu í þessum fyrsta hluta verkefnisins.

 

Grunngerð Súrefnisskógarins er samansett úr birki, alaskaösp og sitkagreni.

 

Áætlað er að hver hektari af skógræktarlandi bindi um 500-600 tonn Co2e og að 2000 - 2500 plöntum sé gróðursett á hvern hektara. Áætlað er að hver gróðursetning Súrefnisskógarins standi í 50 ár og bindingin sem á sér stað er seld fram í tímann, ásamt einingunum sem koma til með að myndast (ex-ante) og er þetta út frá aðferðarfræði Skógarkolefnis og unnið áreiðanlega út frá ISO staðli 14064 og Tækniforskrift Stðalaráðs Íslands ÍST TS 92: 2022.

 

Athugið að kolefniseiningar úr Súrefnisskóginum eru einingar í bið. Staðfesting um fullnýtingu þeirra (e. retirement) berst þegar völ er á. Athugið að Súrefni styður ekki staðhæfingar um kolefnishlutleysi ef kolefniseiningar í bið eru keyptar.

 

Skógrækt i Níkaragva

 

Nicaforest er með 490 hektara land til umráða og miðar að því að stuðla að sköpun sjálfbærrar virðiskeðju með því að vinna náið með staðbundnum landeigendum í sameiginlegu ávinningskerfi.

 

Nicaforest áætlunin er á tilraunastigi og er vottuð af Gold Standard and Forestry Stewardship Council (FSC). Norska fyrirtækið Across Forest AS er verkefnisstjóri og dótturfyrirtækið, Nicaforest Plantations S.a í Santo Tomas, Chontales-héraði í Níkaragva, rekur áætlunina í Níkaragva.

 

 

Ath: 

Ath: Ein eining samsvarar einu tonni koltvísýringsígildis (CO2e)

  • Verkefnasafn getur breyst út frá framboði eininga. Eftir kaup áskiljum við okkur 1-3 vinnudaga þar til staðfesting berst á fullnýtingu (e. retirement) kolefniseininga (þetta á ekki við um Skógarkolefniseiningar).

    Verð eru með virðisauka.