top of page

Súrefnisskógurinn er fyrsta verkefni Súrefnis og gróðursettur í samstarfi við Skógræktina. Grunngerð Súrefnisskógarins er samansett úr birki, alaskaösp og sitkagreni.

 

Áætlað er að hver hektari af skógræktarlandi bindi um 500-750 tonn Co2e og að 2000 - 2500 plöntum sé gróðursett á hvern hektara. Áætlað er að hver gróðursetning Súrefnisskógarins standi í 50 ár og bindingin sem á sér stað er seld fram í tímann, ásamt einingunum sem koma til með að myndast (ex-ante) og er þetta út frá aðferðarfræði Skógarkolefnis og unnið áreiðanlega út frá ISO staðli 14064 og Tækniforskrift Stðalaráðs Íslands ÍST TS 92: 2022.

 

Fyrsti hluti Súrefnisskógarins er staðsettur við Markarfljót, stutt labb frá þjóðveginum og í beinni auglínu við Seljalandsfoss. Að minnsta 100.000 plöntur verða gróðursettar næstu 3-4 árum eða um 37.500 tonn CO2e bundin a líftíma skógarins.

 

 

SDG markmið

Styður við heimsmarkmið 12, 13, 15 á án vottunar frá

Sameinuðu þjóðunum

Súrefnisskógurinn

SKU: 0211
5.208krPrice
  • LAND

    Ísland 🇮🇸

  • SDG MARKMIÐ

    Styður við heimsmarkmið 12, 13, 15 á án vottunar fráSameinuðu þjóðunum

bottom of page