Verkefni
kolefnisjöfnun
Verkefni sem gefa af sér vottaðar einingar
Súrefnisskógurinn
Súrefnisskógurinn er fyrsta verkefni Súrefnis og gróðursettur í samstarfi við Skógræktina.
Grunngerð Súrefnisskógarins er samansett úr birki, alaskaösp og sitkagreni.
Áætlað er að hver hektari af skógræktarlandi bindi um 500-600 tonn CO2e og að um 2500 plöntur fari á hvern hektara. Áætlað er að hver gróðursetning Súrefnisskógarins standi í 50 ár og bindingin sem á sér stað er seld fram í tímann, ásamt einingunum sem koma til með að myndast (ex-ante) og er þetta út frá aðferðarfræði Skógarkolefnis og unnið áreiðanlega út frá ISO staðli 14064 og Tækniforskrift Stðalaráðs Íslands ÍST TS 92: 2022.
Allar ítranir Súrefnisskógarins koma til með að verða vottaðar iCert og skráðar í Loftlagsskrá
ATH að allar einingar keyptar úr Súrefnisskóginum eru einingar í bið, hver eining hefur sitt sérstaka raðnúmer sem verður parað við raðnúmer eininganna þegar þær verða fullvottaðar. Vottunarferli frá iCert er í vinnslu.
Verkefnastjóri verkefnisins var Aríel Jóhann Árnason
.png)
.png)










Ýtarupplýsingar
Næstu skref í þróun þessa verkefnis eru skráning í loftlagsskrá og fyrsta skref vottunar, svokallað validation á verkefninu. Þegar það er í höfn mun þessi síða uppfærð með helstu gögnum.