Fyrirtæki

Sérsniðin fyrirtækjaþjónusta

FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA

Vottaðar kolefniseiningar fyrir þinn rekstur 

Á næstu árum mun grænt bókhald fyrirtækja verða æ mikilvægara. 

Ríkisstjórn Íslands hefur lýst yfir að Ísland verði kolefnishlutlaust land fyrir árið 2040. 

Margt þarf að gerast til að það loforð standi og Súrefni kolefnisjöfnun getur hjálpað þínum rekstri að taka réttu skrefin.

pexels-markus-spiske-113338.jpg
pexels-skitterphoto-240040.jpg

Súrefni býður upp heildstæða þjónustu á markaði kolefnisjöfnunar; ráðgjöf, útreikning á kolefnisspori og vottaðar kolefniseiningar.

 

Okkar megináhersla er að lögaðilar dragi úr sinni losun en sú óhjákvæmilega losun sem á sér stað á meðan á þessu ferli stendur er hægt að draga úr með fjárfestingu í vottuðum kolefniseiningum. 

Fyrirtæki sem starfa eftir ISO-staðli sjá sér því gífurlega mikinn hagnað að fá afgreitt á einu bretti með vottun og geta þá auglýst sína vottuðu kolefnisjöfnuðu starfsemi. Þegar fram líða stundir mun fjárfesting í vottuðum kolefniseiningum borga sig margfalt, hvort sem þær eru nýttar á móti losun eða í endursölu.

Súrefni býður upp á vottaðar kolefniseiningar af alþjóðamarkaði ásamt vottuðum kolefniseiningum í gegnum nýskógræktarverkefni okkar Súrefnisskóginn.

 

Súrefnisskógurinn styðst við aðferðafræði Skógarkolefnis sem hannað er af Skógræktinni.

 

Öll Súrefnisverkefnin verða síðan vottuð af alþjóðlegri vottunarstofu. Í því felst að allir Súrefnisskógarnir mynda með tímanum vottaðar kolefniseiningar sem skráðar eru í ICR (Loftlagsskrá Íslands) sem lýtur að alþjóðlegum kröfum og gæðastöðlum.

pexels-eberhard-grossgasteiger-1292115.j
pexels-lumn-167699.jpg

Súrefnisskógurinn

Eftir örfá ár frá gróðursetningu í Súrefnisskóginum byrja plönturnar að framleiða kolefniseiningar sem hægt er að nýta á móti losun.

Á íslenskum markaði er lítið framboð af vottuðum kolefniseiningum í dag. Súrefni er í samstarfi með ýmsum hagsmunaaðilum á íslenskum markaði við að koma á kerfi í kringum ábyrga kolefnisjöfnun á vettvangi Staðlaráðs Íslands.

 

Sú afurð sem ætlað er að koma út úr því starfi mun leiða af sér að fyrirtæki á Íslandi munu geta fengið vottaðar kolefniseiningar sem standast kröfur á alþjóðavísu í notkun gegn losun eða í endursölu út frá ISO 14064-2 alþjóðlegum staðli um ábyrga kolefnisjöfnun.

 

Ef þú hefur áhuga á að draga úr losun þíns reksturs og fjárfesta þar með í framtíðinni, ekki hika við að hafa samband!

​Í kolefnisjöfnun er best að byrja sem allra fyrst.

Pantaðu ráðgjöf fyrir þinn rekstur

arrow&v

Takk fyrir beiðnina