top of page
pexels-lumn-167699 (1)_edited_edited.png

jafnaðu reksturinn

með vottuðum kolefniseiningum

Umhverfisábyrgð og sjálfbærni er nú þegar orðinn nauðsynlegur hluti af uppbyggingu og rekstri allra fyrirtækja. Þegar sjálfbærni fyrirtækja er höfð að leiðarljósi hefur það í för með sér aukna hagkvæmni, tíma- og orkusparnað, og minnkun á úrgangslosun.

Ríkisstjórnir út um allan heim eru í auknum mæli að leggja ríkari áherslu á sjálfbærnimál í viðskiptaheiminum. Það borgar sig fyrir lögaðila að vera undir þetta búin.

af hverju
kolefnisjöfnun?
Kolefnisjöfnun
hvað bjóðum við upp á?

Súrefni þróar og selur vottaðar kolefnis- og plasteiningar á Íslandi.

 

Fyrirtækjum af öllum stærðum býðst sérsniðið safn af kolefnisjöfnunarverkefnum sem tóna við þeirra gildi og markmið og aðstoða við þeirra mótvægisaðgerðir og vegferð að kolefnishlutleysi.

Súrefni býður einnig upp á úttekt á rekstri fyrirtækja og staðfestingu á árangri þeirra í átt að kolefnishlutleysi.

Kolefnisjöfnun
Kolefnisjöfnun

Súrefni býður upp á áreiðanlegan útreikning á kolefnisspori fyrirtækja, ríkisstofnana og lögaðila í gegnum  áreiðanlega samstarfsaðila með GHG Protocol aðferðafræðinni.

Útreikningur
U

taktu skrefið

Hver mótvægisaðgerð telur þegar kemur að uppgjöri fyrirtækis gagnvart sjálfum sér og almenningi. Fyrsta skrefið þarf ekki að vera það stærsta. Hafðu samband og við finnum út úr þessu með ykkur.

Súrefni tók þátt í vegferð okkar að kolefnishlutleysi frá fyrsta degi og skapaði persónulegt og mikilfenglegt verkefni með Hringrásarskóginum.

Frábært samstarf sem heldur áfram að þróast og blómstra.

Geir Sigurður Gíslason, rekstrarstjóri Hringrásar

Hringrás kolefnisjöfnun
Screenshot 2022-11-17 at 09.30.04.png
kröfur

Hér má sjá yfirlit yfir þær kröfur og kröfusett sem Ísorkuverkefnið og öll önnur kolefniseiningaverkefni sem Súrefni býður upp á uppfyllir

Þegar verkefni eru mæld og vottuð þurfa þau að uppfylla ýmis skilyrði og kröfur frá stöðlum á borð við Verra og Gold Standard og byggja þessar kröfur allar á sama kerfinu frá Parísarsáttmálanum og CDM kerfi Sameinuðu þjóðanna sem þar kom áður, ásamt ISO staðli 14064 um kolefnisjöfnun.

 

Kröfurnar eru að verkefnið beri raunverulegan árangur og að árangurinn sé mælanlegur og varanlegur. Ennfremur er þess krafist að verkefnið teljist vera viðbót, að ráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir tvítalningu, að verkefnið leiði ekki til kolefnisleka og að lokum að verkefnið sé vottað af óháðum þriðja aðila til að hámarka gagnsæi.

  • Raunverulegur árangur

  • Mælanlegur árangur

  • Varanlegur árangur

  • Er viðbót (viðbætanleiki)

  • Ráðstafanir til að koma í veg fyrir tvítalningu

  • Verkefni leiðir ekki til kolefnisleka

  • Óháð vottun

Skjal UST fer í nánari smáatriði um þetta og minnast meðal annars á ICROA staðalinn um ábyrga aðila í kolefniseiningum.​

Hver eining endurspeglar í raun áhrif sem þegar hafa átt sér stað, verið mæld og mælingin hefur nú þegar verið vottuð. Það er því nytsamlegt fyrir lögaðila sem vilja öðlast stöðu kolefnishlutleysis að vita að einungis virkar og vottaðar kolefniseiningar geta nýst í þeim tilgangi og er Ísorkuverkefnið hið eina sinnar tegundar á Íslandi þar sem áhrifanna gætir í íslenskri náttúru.

bóka fund

Hvort sem þú ert lögaðili og vilt taka ábyrgð á eigin kolefnisspori eða þú sérð um sjálfbært verkefni og vilt kanna leiðir til að fjármagna það með vottuðum kolefniseiningum, þá getum við aðstoðað.

Bókaðu stuttan fund þér að kostnaðarlausu og við förum yfir málið.

BOOK
bottom of page