Við aðstoðum með grænu skrefin
Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.
Í öðru og fjórða græna skrefinu er kolefnisjöfnunar krafist og mikilvægt er að þetta sé gert út frá tilmælum Umhverfisstofnunar um ábyrga kolefnisjöfnun.
Súrefni Vottaðar einingar býður upp á þessa þjónustu með vottuðum íslenskum kolefniseiningum.
Kröfur Umhverfisstofnunar um ábyrga kolefnisjöfnunar krefst þess að eftirfarandi viðmið séu uppfyllt í verkefnum sem bjóða upp á kolefniseiningar:
-
Raunverulegur árangur
-
Mælanlegur árangur
-
Varanlegur árangur
-
Er viðbót (viðbætanleiki)
-
Ráðstafanir til að koma í veg fyrir tvítalningu
-
Verkefni leiðir ekki til kolefnisleka
-
Óháð vottun
Skjal UST fer í nánari smáatriði um þetta og minnast meðal annars á ICROA staðalinn um ábyrga aðila í kolefniseiningum.
Öll verkefni og kolefniseiningar sem Súrefni býður upp á uppfylla ofangreindar kröfur
kröfur
Útreikningur
Súrefni býður einnig upp á áreiðanlegan útreikning á kolefnisspori fyrirtækja, ríkisstofnanan og lögaðila.
Bókaðu fund núna til að læra meira
bóka fund
Hvort sem þú ert lögaðili og vilt taka ábyrgð á eigin kolefnisspori eða þú sérð um sjálfbært verkefni og vilt kanna leiðir til að fjármagna það með vottuðum kolefniseiningum, þá getum við aðstoðað.
Bókaðu stuttan fund þér að kostnaðarlausu og við förum yfir málið.