Nánar um
kolefnisjöfnun

allt sem þú vildir vita, en þorðir ekki að spyrja

Kolefnisspor eða kolefnisfótspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður (t.d. tónlistarhátíð), fyrirtæki (t.d. álfyrirtæki) eða framleiðsla tiltekinnar vöru (t.d. lambakjöts) veldur á einu ári. Sporið er myndlíking fyrir áhrifin sem einstaklingurinn, viðburðurinn, fyrirtækið eða varan hefur á loftslagið, svipað og þegar við skiljum eftir fótspor í rökum sandi eða snjó. 

 

Stærð og dýpt fótsporsins, sem við skiljum eftir í sandi eða snjó, fer eftir því hversu stór og þung við erum. Sama gildir um kolefnisfótspor. Því stærra  sem kolefnisfótspor tiltekinnar vöru er því meiri áhrif hefur framleiðsla og neysla vörunnar á loftslagið. 


Hér getur þú reiknað þitt kolefnisspor á fljótlegan hátt og kolefnisbundið á móti því. Nánari og flóknari reiknivél má finna á kolefnisreiknir.is​

Í stuttu máli:

 

Kolefnissporið þitt er heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem þú veldur á einu ári - hér geturðu reiknað þitt fótspor auðveldlega.

Hvað er átt við með kolefnisspori?
Screenshot 2022-11-15 at 23.44_edited.jpg
Hvað er átt við með kolefnisjöfnun?

Kolefnisjöfnun er skilgreind í íslenskum lögum. Orðið kolefnisjöfnun vísar alla jafna til þess þegar bætt er fyrir losun gróðurhúsalofttegunda án lagaskyldu, þ.e. í öðrum tilgangi en að uppfylla lagalegar kröfur um skil á losunarheimildum. 

 

Slíka kolefnisjöfnun má kalla valkvæða kolefnisjöfnun. Hafa þarf í huga að ekki eru alltaf skýr skil milli valkvæðrar kolefnisjöfnunar annars vegar og kaupa á losunarheimildum til að uppfylla lagalegar skyldur hins vegar. 

 

Í lögunum segir: Kolefnisjöfnun er þegar aðili hlutast til um aðgerðir annars aðila til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og/eða binda kolefni úr andrúmslofti og notar staðfestingu á slíkum samdrætti eða bindingu til að jafna út sína eigin losun (að hluta eða öllu leyti). 

 

Þetta er oftast gert með því að fjármagna verkefni sem a) koma í veg fyrir losun á samsvarandi magni gróðurhúsalofttegunda annars vegar, eða b) fjarlægja samsvarandi magn gróðurhúsalofttegunda úr andrúmsloftinu. Kolefnisjöfnun, hvort sem hún er með bindingu eða fjármögnun á samdrætti annars staðar, þarf að vera ábyrg, vísindalega staðfest og vottuð. 

 

Huga þarf að aðferðafræði við mat á losun og bindingu, tilurð og viðskiptum með kolefniseiningar og þörfinni fyrir miðlæga skráningu á slíkum einingum.  Einnig þarf að koma á vottun á þessum þáttum. Ofangreind vinna með Staðlaráði er mikilvægt skref í þá átt, ásamt vinna Loftlagsskrár (ICR).


Einnig má sjá útskýringu Umhverfisstofnunar á kolefnisjöfnun hér.​

Í stuttu máli:

Kolefnisjöfnun felst í framkvæmd verkefnis sem kemur í veg fyrir eða dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, er vottað af óháðum þriðja aðila og einingarnar sem skapast eru nýttar á móti losun gróðurhúsalofttegunda.

Research Team
Hvað eru vottaðar kolefniseiningar?
Solar Panel
Hvað er Súrefni að gera til að koma í veg fyrir kolefnislosun? 

Súrefni er fyrsti  kolefniseiningamiðlari á Íslandi. Fyrsta verkefni okkar var Súrefnisskógurinn, sem gróðursettur er í samstarfi við Skógræktina.  Nú eru á döfinni fjölmörg önnur verkefni sem munu einnig kolefnisbinda og kolefnisjafna losun og mengun í umhverfinu með ýmsu móti. 

 

Ennfremur er Súrefni hluti af vinnuhópi ýmissa hagsmunaaðila á íslenskum markaði við að koma á kerfi í kringum ábyrga kolefnisjöfnun á vettvangi Staðlaráðs Íslands (ÍST WA 91:2021). 

 

Sú afurð sem ætlað er að koma úr því starfi mun leiða af sér að fyrirtæki á Íslandi munu geta fengið vottaða losun sína og mótvægisaðgerðir ásamt því að íslensk loftlagsverkefni í skógrækt, votlendisendurheimt eða öðru munu geta fengið vottun á framleiddar kolefniseiningar.

Tilgangur þessa starfs er að tryggja rekjanleika, gagnsæi og áreiðanleika í kolefnisjöfnun, bindingu og samdrátt losunar og tryggja samræmi milli íslenskra og erlendra viðmiða, ásamt því að skapa skilning og sátt um mismunandi aðferðir kolefnisbindingar og koma í veg fyrir grænþvott.​​

Í stuttu máli:

Súrefni er fyrsti kolefniseiningamiðlari á Íslandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Á döfinni eru mörg ný verkefni sem munu bætast við Súrefnisskógana. Einnig er Súrefni viðrini að gerð tækniforskriftar með Staðlaráði ÍSlands.

Ein kolefniseining (eða eitt kolefnisjöfnunarvottorð) er fjárhagsleg eining sem felur í sér sönnun þess að losun á einu tonni koldíoxíðsígilda út í andrúmsloftið hafi sparast miðað við óbreytt ástand. 

 

Kaupandi slíkrar einingar (vottorðs) getur notað hana til að sýna fram á að hann hafi kolefnisjafnað eitt tonn af eigin losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. vegna raforkunotkunar, flugferða, bílferða o.s.frv. 

 

Viðskipti með kolefniseiningar fara að miklu leyti fram á svokölluðum valkvæðum kolefnismörkuðum (e. voluntary carbon markets). Seljendur á slíkum mörkuðum geta verið t.d. fyrirtæki, sjóðir og stofnanir sem hafa milligöngu um að veita fé í verkefni á sviði kolefnisjöfnunar. 

Einnig tíðkast að kolefniseiningar séu keyptar beint af framkvæmdaraðilum verkefna. Kaupendur kolefniseininga geta verið hvaða aðilar sem vera skal, s.s. einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, opinberir aðilar og þjóðríki.​

Í stuttu máli:

 

Vottaðar einingar endurspegla magnið sem var kolefnisjafnað, hafa verið staðfestar af óháðum þriðja aðila, skráðar í Loftlagsskrá og hægt er að nýta á móti losun. 

Scenic View Of Dam