Í lok mars kláraðist formlega ferli Ísorku að votta kolefniseiningar út frá aðferðafræðinni VM0038 frá alþjóðlega staðlinum Verra sem metur hvernig aukið aðgengi rafhleðslustöðva spornar gegn bruna á jarðefnaeldsneyti.
Vottunin er alþjóðleg og gildir fyrir allar rafhleðslustöðvar sem fólksbílar geta nýtt. Aðferðafræðin býður leið til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá notkun jarðefnaeldsneytis bifreiða og votta kolefniseiningar út frá forvörninni sem felst í uppsetningu, rekstri og notkun rafhleðslustöðva og hleðslu rafbílaflotans sem notaður er í staðinn.
Ísorka er fyrsta fyrirtækið í Evrópu sem tekst á við þessa vottun, áfanginn er því mikil tímamót og staðfestir mikilvægi orkuskipta í vegferðinni að aukinni sjálfbærni. Síðan 2016 hefur Ísorka mælt og viðhaft rekjanleika í allri sinni starfsemi. Sú framsýni tryggir gæðin og gerir þessa glæsilegu vottun mögulega.
Áætlað er að starfsemin komi í veg fyrir að meðaltali um 37.500 tonn af CO2 / ári og 375.000 tonn af CO2 á öllu vottunar tímabilinu (2021-2030) og skráir vottaðar kolefniseiningar út frá þessu magni.
Þessi vinna markar tímamót á Íslandi þar sem verkefnið er hið fyrsta á landinu sem vottar kolefniseiningar sem hægt að nýta strax (svokallaðar “virkar” kolefniseiningar ólíkt “einingum í bið” eins og þekkist í skógræktar verkefnum) í ábyrga kolefnisjöfnun hjá fyrirtækjum og lögaðilum.
Verkís, BL Bílaumboð, Pipar/TBWA og Hertz hafa þegar fest kaup á einingum til eigin mótvægisaðgerða í loftslagsmálum. Viðstaddir voru Sigurður Ástgeirsson frá Ísorku, Aríel Jóhann Árnason frá Súrefni, Halldór R. Baldursson frá Pipar, Níels Einar Reynisson frá Verkís, Brynjar Elefsen frá BL og Sigurður Berndsen frá Hertz.
Skráningu verkefnisins loftlagsskrá Verra má finna hér
Verkefnasíða hjá verkefnaeiganda má finna hér
Nánari umfjöllun má sjá á Mbl og Viðskiptablaðinu