top of page

Ísorka

Viðskiptavinur

Ísorka ehf.

tímabil

2021 - 2030

STAÐSETNING

Reykjavík

heildarmagn co2íg(t)

Um 375.000 tonn co2íg

​Ísorka er fyrsta íslenska fyrirtækið sem býður vottaðar íslenskar kolefniseiningar - tilbúnar til kolefnisjöfnunar.

 

Í lok mars kláraðist formlega ferli Ísorku að votta kolefniseiningar út frá aðferðafræðinni VM0038 frá alþjóðlega staðlinum Verra sem metur hvernig aukið aðgengi rafhleðslustöðva spornar gegn bruna á jarðefnaeldsneyti.

Vottunin gildir allsstaðar í heiminum þar sem boðið er upp á rafhleðslustöðvar, bæði fyrir lítil og stór farartæki. Aðferðafræðin býður leið til að reikna út og votta losun gróðurhúsalofttegunda (GHG) út frá uppsetningu, rekstri og notkun rafhleðslustöðva og hleðslu viðeigandi rafbílaflota og votta kolefniseiningar út frá forvörninni. Fellur verkefnið undir þann frávarnarflokk (e. avoidance) kolefniseiningaverkefna innan valkvæða kolefniseiningamarkaðsins.


Ísorka er fyrsta rafhleðslufyrirtækið í Evrópu sem tekst á við þessa vottun, áfanginn er því mikil tímamót og staðfestir mikilvægi orkuskipta í baráttunni við betra umhverfi. Síðan 2016 hefur Ísorka mælt og viðhaft rekjanleika í allri sinni starfsemi. Sú framsýni tryggir gæðin og þessa glæsilegu vottun.


Verkefnið felur í sér upphaflegan fjölda rafhleðslustöðva sem munu smám saman bæta við hleðslustöðvum til skráningar í samræmi við gildandi skilyrði. Áætlað er að starfsemin komi í veg fyrir að meðaltali rúmlega 37.500 tonn af CO2 / ári og 375.000 tonn af CO2 á öllu vottunartímabilinu (2021-2030) og mun votta virkar kolefniseiningar út frá þessu magni.
Þessi vinna markar tímamót á Íslandi enda er verkefnið hið fyrsta sinnar tegundar á landinu sem vottar kolefniseiningar sem hægt að nýta strax í ábyrga kolefnisjöfnun hjá lög- og einkaaðilum.

 

Skráningarsíða verkefnis í Verra registry

Anchor 1

kaupbeiðni

Takk fyrir beiðnina - við verðum í bandi

bóka fund

Anchor 2
bottom of page