Súrefni kom nýverið að ráðgjöf á plastsöfnunar- og endurvinnslu verkefni sem staðsett er í Karaganda fylki í Kazakstan.
Í Karaganda er um 61 þúsund tonn af plastsorpi framleitt, notað og hent á ári en einungis tæplega 20% af sorpi er flokkað og sett í réttan endurvinnslufarveg.
Verkefnið sem um ræðir er að skala upp söfnun og endurvinnslu plasts á svæðinu. Umsýsla verkefnisins er í höndum félagsins Gorkomtrans sem rekur um 17 mannaðar sorphirðustöðvar víðsvegar um borgina, eina sorpflokkunarstöð og eina endurvinnslustöð þar sem PET, LDPE og HDPE plast er endurunnið í þúsundum tonna á ári.
Gorkomtrans rekur einnig eina söfnunarstöð í fátækari hluta borgarinnar þar sem íbúar geta komið með plast og selt fyrir vægt verð.
Vonin er að vottun og í kjölfarið sala plasteininga fyrir starfsemi Gorkomtrans muni gera þeim kleift að skala upp sína starfsemi og sinna söfnun og endurvinnslu á mestöllu plasti svæðisins.