top of page
  • Writer's pictureSúrefni

Grænþvottur: hvað er það og hvernig kemur Súrefni í veg fyrir grænþvott?


“Grænþvottur er þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um umhverfiságæti eigin vöru. Grænþvottur er græn markaðssetning sem gefur til kynna að frammistaða seljandans sé betri eða ágæti vörunnar eða þjónustunnar meira frá sjónarhóli sjálfbærrar þróunar en „innistæða er fyrir“. í sinni skýrustu birtingarmynd er um að ræða fyrirtæki sem vill blekkja neytendur – þ.e.a.s. er með einbeittan brotavilja.”


Umhverfistofnun



Grænþvottur getur þar með verið líka þegar fyrirtæki eða aðrir lögaðilar lýsa yfir kolefnishlutleysi eða skreyta sig með grænum aðgerðum án þess að hafa raunverulega innistæðu fyrir því eða staðfestingu á raunverulegum árangri.


Fyrir aðila á kolefnisjöfnunarmarkaði eins og Súrefni skiptir því gífurlega miklu máli að koma í veg fyrir grænþvott í starfseminni.


Hvað gerum við til að koma í veg fyrir grænþvott?


Fyrst og fremst leggjum við viðskiptavinum okkar mjög skýrar línur um hverju þeir geti haldið fram í samskiptum við fjölmiðla og viðskiptavini sína. Þegar því er haldið fram að starfsemi sé kolefnisjöfnuð er mjög mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um umfang bæði losunar og mótvægisaðgerða á því tímabili sem um ræðir. Þessi atriði eru mjög skýr í öllu markaðsefni Súrefnis.


Ennfremur leggjum við mikið upp úr að allir útreikningar séu staðfestir og teknir út af þriðja aðila, hvort sem það sé útreikningar viðskiptavina á eigin losun eða útreikningar á þeirri kolefnisbindingu sem við bjóðum upp á.


Hvernig er vottunarferlið sett upp til að tryggja áreiðanleika?


Í Súrefnisskóginum nýtum við aðferðarfræðina Skógarkolefni og út frá kröfum þeirrar aðferðafræði fer fram vottunarferli kolefnisbindingar með nýskógrækt.


Verkefnin verða síðan vottuð af alþjóðlegri vottunarstofu. Í því felst að allir Súrefnisskógarnir mynda með tímanum vottaðar kolefniseiningar sem skráðar eru í Loftlagsskrá Íslands. Þeirri skrá má líkja við kauphöll eða verðbréfaskrá og fylgir hún alþjóðlegum kröfum og gæðastöðlum.


Enn fremur krefjumst við þess að allir útreikningar úr grænu bókhaldi fyrirtækja sem kaupa af okkur kolefnisjöfnun séu teknir út af óháðum þriðja aðila og treystum við á okkar samstarf við ReSource International er varðar alla útreikninga.


Hvað með muninn á tryggingu kolefnisbindingar og notkun kolefniseininga sem hægt er að nýta í dag? Er þetta dulbúinn grænþvottur?


Súrefni starfar á þeim forsendum að tryggja viðskiptavinum sínum kolefnisbindingu með bestu fáanlegu aðferðum. Súrefnisskógarnir koma til með að skapa kolefnisjöfnunareiningar sem viðskiptavinir okkar munu eiga tilkall til.


Reglulegar vísindalegar mælingar Skógræktarinnar á skógum landsins undanfarna áratugi gera kleift að spá með áreiðanlegum hætti fyrir um væntanlega kolefnisbindingu í nýskógrækt á Íslandi. Þegar skógurinn vex upp verða skógar Súrefnis mældir með sama hætti og út frá þeim mælingum verða hinar vottuðu kolefniseiningar til. Farið er eftir reglum eða gæðakerfi Skógarkolefnis. Reglulega eru allir þættir ferlisins teknir út og vottaðir af iCert vottunarstofu til að tryggja gæðin.


Markmið Súrefnis er og hefur alltaf verið að efla gróðurlendi jarðarinnar, græða landið og binda í leiðinni kolefni. Hugmyndafræði okkar og stefna snýst um að nýta þann aflgjafa sem öflug kolefnisbinding með skógrækt er og gera viðskiptavinum okkar kleift að nýta hana til ábyrgrar kolefnisjöfnunar..


Við viljum horfa raunhæft á heiminn og þá óhjákvæmilegu kolefnislosun sem áfram verður til staðar um sinn og bjóða upp á raunhæfa og gagnlega lausn fyrir alla, litla aðila sem stóra, einstaklinga og fyrirtæki, að gera sitt og taka þátt í loftslagsbaráttunni strax.


Hversu fljótt geta viðskiptavinir nýtt sér kolefniseiningar í grænt bókhald?


Súrefnisskógarnir


Fimm árum frá gróðursetningu er bindingin vottuð og mæld og hluti eininganna í bið breytist í virkar einingar sem nota má á móti losun og í grænu bókhaldi.


Önnur verkefni


Þar sem við höfum einnig milligöngu með vottaðar kolefniseiningar úr erlendum verkefnum getum við boðið upp á sölu á virkum kolefniseiningum sem hægt er að nýta á móti losum samstundis


Höfundur: Aríel Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri



239 views
bottom of page