Í dag skrifuðum við undir samning við Hringrás & HP Gámar!
Hringrás & HP Gámar hafa starfað í yfir 20 ár með flokkun og endurvinnslu að leiðarljósi og hafa nú tekið skrefinu lengra til að taka ábyrgð á eigin losun.
Þeirra græna bókhald var endurskoðað af VSÓ ráðgjöf og ýtrustu gæðastuðlum haldið til haga með nákvæmni og gagnsæi að leiðarljósi.
Við skrifuðum undir 5 ára samning við Hringrás & HP Gámar sem munu koma til með að kolefnisbinda alla starfsemi sinna bifreiða- og vélarflota. Fyrir starfsemi 2020 munu 15.000 tré vera gróðursett eða tæplega 1500 tonn CO2 bundin, en á næstu fimm árum munu ríflega 100.000 tré vera gróðursett og er þetta þar af leiðandi líklega með stærstu samningum sinnar gerðar á íslenskum markaði í dag.
Höfundur: Aríel Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri
Comments