Tímamót!
- Aríel Jóhann Árnason
- 20 minutes ago
- 1 min read
Eftir ótrúlega, krefjandi, skemmtilega og lærdómsríka vegferð sem framkvæmdastjóri Súrefnis hef ég nú hafið nýjan kafla.
Ég vil þakka teyminu mínu, viðskiptavinum og samstarfsaðilum innilega fyrir traustið og frábært samstarf í gegnum árin. Saman náðum við einstökum áföngum í þróun kolefnismarkaðar á Íslandi:
🌲 Skógræktarverkefni með vottaðri kolefnisjöfnun – í samstarfi við Hringrás og Land og Skóg (fyrrum Skógræktina), með fyrstu notkun á Skógarkolefni aðferðafræðinni á Íslandi.
🔌 Fyrstu virku, vottaðar kolefniseiningarnar á Íslandi – í gegnum fyrsta Verra verkefnið hér á landi, með Ísorku. Verkefnið hefði ekki orðið að veruleika án frumkvæðis og hugrekkis Sigurðar Ástgeirssonar stofnanda Ísorku.
♻️ Verra-vottaðar plasteiningar – í samstarfi við Pure North sem varð fyrsta plastendurvinnsla í Evrópu til að fá slíka vottun. Þakkir til Sigurðar Halldórssonar fyrir að láta til sín taka.
🌿 Túristaapp styrkt af Rannís – sem sameinaði ferðamennsku og kolefnisbindingu með stafrænum hætti og gróðursetningu trjáa á ferðalaginu.
Við unnum einnig verkefni með samstarfsaðilum víða að, þar á meðal í UAE, Kasakstan og Evrópu, auk fjölda íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í kolefnishlutlausum lausnum og vottunarferlum.
Súrefni heldur áfram rekstri sem miðlari og endursöluaðili vottaðra eininga, og mun áfram veita fyrirtækjum faglega aðstoð við kolefnisjöfnun og sjálfbærnivinnu.
Takk fyrir mig – og áfram veginn.
(Mynd: Fyrsta gróðursetning Hringrásarskógarins, sumar 2022)
