top of page
  • Writer's pictureSúrefni

Um alþjóðlega vottun kolefniseiningaMark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins um lofts­lags­mál verður ekki náð hér frek­ar en ann­ars staðar án þess að all­ir kraft­ar sam­fé­lags­ins séu virkjaðir. Leiðin að mark­miðunum er mæl­an­leg. Þar eru alþjóðlega vottaðar ein­ing­ar, kol­efnisein­ing­ar, lagðar til grund­vall­ar. Kol­efnisein­ing er fjár­hags­leg ein­ing sem sann­ar að los­un á einu tonni kol­díoxíðsí­gilda út í and­rúms­loftið hafi spar­ast miðað við óbreytt ástand. Með skráðum kaup­um á vottaðri ein­ingu get­ur kaup­and­inn sýnt að hann hafi kol­efnis­jafnað eitt tonn af eig­in los­un gróður­húsalofts. Vissu­lega ber að virða sjón­ar­mið þeirra sem hafna því að fram­lag manns­ins skipti nokkru varðandi hlýn­un jarðar, þar séu öfl­ug­ir nátt­úrukraft­ar að verki sem okk­ur beri að lúta hvort sem okk­ur líki bet­ur eða verr. Við vit­um ekki meira um það sem ger­ist í loft­hjúpn­um en iðrum jarðar. Hvað sem öðru líður er okk­ur skylt að standa við alþjóðasamn­inga gegn hlýn­un jarðar.

Kolefnisjöfnun landbúnaðar

Í umræðuskjal­inu Rækt­um Ísland! um land­búnaðar­stefnu á 21. öld­inni eru færð rök fyr­ir miðlægu hlut­verki land­búnaðar ætli Íslend­ing­ar að ná settu mark­miði í lofts­lag


s­mál­um. Þar eru nefnd fimm skref sem stíga þarf í lofts­lags­mál­um inn­an ramma land­búnaðar­stefnu til að koma á kerfi um ábyrga kol­efnis­jöfn­un: Í fyrsta lagi verði að skil­greina hlut­verk og ábyrgð aðila. Til­gang­ur og tæki­færi sem fel­ast í kol­efn­is­bind­ingu eða jöfn­un séu skýr í hug­um bænda og annarra hagaðila. Regl­ur um þetta séu sett­ar af stjórn­völd­um. Í öðru lagi noti ríkið kol­efn­is­gjöld til að kol­efnis­jafna og skýra um­fang þess sem á að binda. Í þriðja lagi lúti kol­efnisein­ing­ar til bind­ing­ar vott­un sem njóti alþjóðlegr­ar viður­kenn­ing­ar. Heima­smíðuð vott­un dugi ekki. Skráð sé los­un með vís­an til vottaðra ein­inga. Ein­ing­ar séu af­skráðar við sölu til jöfn­un­ar. Í fjórða lagi njóti op­in­ber markaður fyr­ir alþjóðlega vottaðar kol­efnisein­ing­ar lög­vernd­ar. Íslensk­ir aðilar sem nú kaupi vottaðar ein­ing­ar er­lend­is séu hvatt­ir til viðskipta við inn­lenda selj­end­ur alþjóðlega vottaðra ein­inga. Í fimmta lagi geti kaup­end­ur borið sam­an mis­mun­andi teg­und­ir ein­inga ým­ist til jöfn­un­ar eða bind­ing­ar miðað við skyld­ur þeirra. Yf­ir­lýs­ing­ar fyr­ir­tækja um kol­efnis­jöfn­un og bind­ingu eða sam­drátt séu reist­ar á sam­ræmd­um mæl­ing­um og leik­regl­um. Í skjal­inu seg­ir að með öfl­ugu hvata­kerfi til kol­efn­is­bind­ing­ar verði ís­lensk­ir bænd­ur án vafa virk­ir þátt­tak­end­ur á mik­il­væg­um nýj­um markaði sem hefði ekki aðeins áhrif til kol­efnis­jöfn­un­ar held­ur stuðlaði að bættri land­nýt­ingu og aukn­um líf­ræn­um áhersl­um í anda hringrás­ar­hag­kerf­is­ins.


Alþjóðaviðskipti aukast

Í skýrslu sem Um­hverf­is­ráðgjöf Íslands ehf. (En­vironice) vann fyr­ir lofts­lags­ráð um innviði kol­efnis­jöfn­un­ar á Íslandi og birt var í janú­ar 2020 er meðal ann­ars rætt um þann vanda sem leiðir af skorti á alþjóðlegri vott­un á þessu sviði hér. Í loka­orðum skýrsl­unn­ar seg­ir að Alþjóðasam­tök selj­enda kol­efn­is­vott­orða (In­ternati­onal Car­bon Reducti­on and Off­set Alli­ance (ICROA)) hafi byggt upp alþjóðlegt kerfi sem sé lík­lega áreiðan­leg­asti grunn­ur­inn und­ir ábyrg viðskipti með kol­efnisein­ing­ar. Vott­un sam­kvæmt ein­hverj­um þeirra staðla sem ICROA viður­kenni ætti að vera besta fá­an­lega trygg­ing­in fyr­ir trú­verðug­leika kol­efnisein­inga og verk­efn­anna sem þær end­ur­spegla. Því ættu aðilar sem vilji stunda ábyrg viðskipti með kol­efnisein­ing­ar að nýta sér þessa staðla. Þetta eigi jafnt við um selj­end­ur sem kaup­end­ur ein­inga. Selj­end­ur kol­efnisein­inga sem vilja tryggja trú­verðug­leika ein­ing­anna með eig­in yf­ir­lýs­ing­um eða upp­áskrift heima­til­bú­inna vott­un­ar­kerfa eiga ekk­ert er­indi á kol­efn­ismarkaðinn. Alþjóðleg vott­un kol­efnisein­ing­anna er þannig grunn­for­senda viðskipta með þær en lík­ur á að þau auk­ist og ein­ing­arn­ar hækki í verði eru mikl­ar. Nú selst ein­ing inn­an viðskipta­kerf­is ESB, ETS-kerf­is­ins, á 59 doll­ara tonnið en OECD í Par­ís spá­ir að und­ir 2030 þurfi verðið að hækka í 147 doll­ara (18.300 kr.) tonnið eigi að ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins um kol­efn­is­hlut­leysi á jörðinni árið 2050. Fyrr í þess­ari viku komu full­trú­ar 43 stærstu fjár­festa heims, líf­eyr­is­sjóða og trygg­inga­fé­laga, í s


am­tök­un­um The Net Zero As­set Owner Alli­ance, sem fara með um sex þúsund millj­arða doll­ara, sér sam­an um nauðsyn þess að til yrði sam­ræmt heims­markaðsverð á kol­efnisein­ingu, lág­mark og há­mark, til að skapa fjár­fest­um nauðsyn­legt ör­yggi í stað þess frum­skóg­ar sem nú ein­kenn­ir þenn­an vax­andi markað. Í skýrslu Alþjóðabank­ans frá í maí seg­ir að nú séu notuð 64 verðskrán­ing­ar­kerfi á kol­efnisein­ing­ar sem nái þó aðeins til um 21% af út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda. Ófullnægjandi vottun Þró­ist alþjóðaviðskipti með kol­efnisein­ing­ar á þann veg sem að fram­an er lýst ber að standa þannig að mál­um að inn­lend­ir aðilar geti orðið þar virk­ir þátt­tak­end­ur. Hér á landi er nú mun meiri hvatn­ing til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda en til að binda kol­efni. Það má meðal ann­ars rekja til þess að kol­efnisein­ing­ar sem boðnar eru til sölu hér njóta í engu til­viki alþjóðlegr­ar vott­un­ar. Land­græðslan sagði frá því í vik­unni að Sam­einuðu þjóðirn­ar ætluðu fram til árs­ins 2030 að fylgj­ast með end­ur­heimt vot­lend­is á tveim­ur jörðum á sunn­an­verðu Snæ­fellsnesi, í því fæl­ist mik­il­væg viður­kenn­ing. Ávinn­ing­ur­inn væri til dæm­is að „sporna gegn þeirri miklu kol­efn­is­los­un sem á sér stað úr fram­ræstu landi“. Þetta er vissu­le


ga mik­ils virði. Á hinn bóg­inn er ekki unnt að mæla ár­ang­ur­inn nema stuðst sé við alþjóðlega vottaðar ein­ing­ar. Lofts­lags­ráð og Staðlaráð Íslands hafa komið á fót vinnu­stofu til að fjalla um ábyrga kol­efnis­jöfn­un og seg­ir í fund­ar­gerð henn­ar á vefsíðu lofts­lags­ráðs frá 3. maí 2021 að kaup­end­ur kol­efnisein­inga geti keypt vottaðar ein­ing­ar er­lend­is frá en sölu­markaður fyr­ir þær sé ekki til hér á landi þar sem vott­un fá­ist enn sem komið er ekki á ís­lensk­ar ein­ing­ar. Í því fel­ist að fjár­mun­ir sem nýtt­ir séu til kaupa á kol­efnisein­ing­um til jöfn­un­ar sbr. 5. gr. c. laga um lofts­lags­mál, renni úr landi. Þá seg­ir: „Mark­mið Íslands um 55% sam­drátt los­un­ar fyr­ir árið 2030 og kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir árið 2040 eru því studd með verk­efn­um sem unn­in eru er­lend­is og viðskipta­tæki­færi á þess­um vett­vangi eru ekki nýtt.“ Full ástæða er til að staldra við það sem hér seg­ir og spyrja hvað sé í boði hjá inn­lend­um aðilum sem kynna jarðrækt­ar­verk­efni til kol­efnis­jöfn­un­ar. Þá kröfu verður að gera að ein­ing­ar sem þar er um að ræða hafi meira gildi en felst í full­yrðing­um þeirra sem að verk­efn­um standa. Slík vott­un er í raun einskis virði í stóra sam­heng­inu. Könn­un sem ger


ð var í apríl 2021 fyr­ir fram­kvæmda­stjórn ESB á mati Evr­ópu­búa á brýn­ustu viðfangs­efn­um sam­tím­ans sýn­ir að 93% töldu lofts­lags­breyt­ing­arn­ar al­var­legt vanda­mál, 78% sögðu vand­ann mjög al­var­leg­an.


[Innskot] Vert er að bæta við að nýjar fréttir frá Klöppum og Kviku ásamt pistli frá Landsbankanum ýta enn fremur undir möguleika á alþjóðavísu þegar kemur að kolefnisjöfnun og vottuðum kolefniseiningum.

Þetta viðhorf hef­ur áhrif í kosn­ing­um, kall­ar á mark­viss­ar aðgerðir stjórn­mála­manna gegn van


d­an­um. Hér hef­ur verið vikið að mik­il­vægu tæki til að tak­ast á við hann. Taf­ar­laust ber að smíða það fyr­ir okk­ur Íslend­inga og kynna alþjóðlega vottaðar, inn­lend­ar kol­efnisein­ing­ar til sög­unn­ar.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 9. júlí Höfundur: Björn Bjarnason


17 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page