top of page

Markmiðið með Santa Maria FSM-REDD verkefninu er að stuðla að forðun losunar á um 30 milljón tonna af koltvísýringsígildum (Co2e) á 30 ára tímabili með verndun skóga á rúmlega 72 þúsund hektörum í Amazon frumskóginum. Forsvarsmenn verkefnisins, Florestal Santa Maria (FSM), eru staðráðnir í því að einbeita sér einatt að því að stuðla að bættri félags- og umhverfisþróun í nærsveitum og umdæmum verkefnisins. Þá eru þeir í samstarfi við þjóðgarðinn í nágrenninu en það er ætlun þeirra að stofna slökkviliðsteymi þar. FSM mun einnig stofna skógræktarskóla sem miðar að menntun ungmenna á svæðinu, í samvinnu við ráðhúsið í Colniza.

Verkefni 3: Santa Maria skógarvernd

SKU: 0203
2.840krPrice
  • LAND

    Brasílía 🇧🇷

  • NÁNARI STAÐSETNING

    Verkefnið er staðsett í hinum þekkta "skógeyðingarboga" í Amazon skóginum í Brasilíu. Nánar tiltekið í Colniza sveitarfélaginu í Mato Grosso.

  • SDG MARKMIÐ

    Styður við heimsmarkmið 9, 13, 15 án vottunar fráSameinuðu þjóðunum

  • AFHENDING STAÐFESTINGAR

    Athugið að staðfesting um fullnýtingu (e. retirement) eininganna mun berast innan sólahrings frá kaupum í tölvupósti. Vinsamlegast athugið að netfang verður að vera skráð við kaupin til að staðfesting getur borist.

bottom of page