Tímamótavottun kolefniseininga
Vottaðar einingar beina fjármagni til umhverfisvænna verkefna
Súrefni er miðlari vottaðra kolefniseininga á Íslandi og býður ráðgjöf í verkefnaþróun og vottun kolefniseininga.
Súrefni hefur aðstoðað fyrirtæki og lögaðila í vegferðinni í átt að kolefnishlutleysi í fimm ár og fylgir kröfum ÍST TS 92:2022 tækniforskriftar ásamt ISO 14064 staðli er varðar ábyrga kolefnisjöfnun.
Viðskiptavinir
Súrefni sá um kolefnissporið hjá Verkís frá a-ö og aðstoðaði okkur í vegferð félagsins til kolefnishlutleysis.
Góður samstarfsaðili í sjálfbærni
Níels Einar Reynisson, ferla- og umbótastjóri Verkís
vegferðin að hlutleysi
Einfalt, ábyrgt og fljótlegt ferli
01
Útreikningur
Ef þinn rekstur hefur ekki nú þegar tekið saman kolefnissporið bjóðum við áreiðanlegan GHG - protocol útreikning
02
Ráðgjöf
Við erum fljót að finna lausn fyrir ykkar rekstur til að draga úr losun á sjálfbæran máta sem skaðar ekki reksturinn. Sjálfbærni þarf fyrst og fremst að vera sjálfbær
03
Jafna rest
Með hágæða kolefniseiningum sem eru bæði virkar og vottaðar getum við boðið þinni stofnun fjölbreyttar mótvægisaðgerðir til að jafna kolefnissporið sem óhjákvæmilega situr eftir
04
Kynning
Grundvallaratriði í ferlinu er að kynna árangurinn og afraksturinn. Súrefni fylgir sínum viðskiptavinum í gegnum ásýndarferlið með áherslu á ábyrgð í tjáningu og staðhæfingum
bóka fund
Okkur á Pipar er umhugað um umhverfismál og ábyrgan rekstur og meðvituð um samfélagslega ábyrgð enda er hnattræn hlýnun eitt stærsta viðfangsefni samtímans.
Súrefni er fagaðili í kolefnisjöfnun og við leituðum til þeirra varðandi kolefnisjöfnun á rekstri auglýsingastofunnar. Þeir höfðu milligöngu um að tengja okkur við áreiðanlega aðila sem reiknaði kolefnisfótsporið fyrir okkar rekstur og veitti í kjölfarið ítarlega ráðgjöf um hvernig við getum dregið úr kolefnissporinu á komandi árum og jafnað það.
Allt ferlið tók örfáar vikur og um 4–5 vinnustundir fyrir okkar starfsfólk við gagnaöflun. Fagmannlega og skilvirk þjónusta hjá Súrefni og kostaði mun minna en við bjuggumst við.