top of page
  • Writer's pictureSúrefni

Tímamótavottun kolefniseininga

Ísorka fyrsta hleðslustöðvarfyrirtækið í Evrópu sem býður virkar vottaðar kolefniseiningar
Í fyrsta skipti á Íslandi verða til vottaðar kolefniseiningar sem hægt er að nýta strax.  

Á Íslandi hafa hingað til aðeins verið í boði kolefniseiningar í bið eins og þekkist til dæmis úr skógræktarverkefnum. Í lok mars kláraðist formlega það ferli Ísorku að votta kolefniseiningar út frá aðferðafræðinni VM0038 frá alþjóðlega staðlinum Verra sem metur hvernig aukið aðgengi rafhleðslustöðva spornar gegn bruna á jarðefnaeldsneyti.
 
„Ísorka er fyrsta fyrirtækið í Evrópu sem tekst á við þessa vottun, áfanginn er því mikil tímamót og staðfestir mikilvægi orkuskipta í vegferðinni að aukinni sjálfbærni,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Síðan 2016 hefur Ísorka mælt og viðhaft rekjanleika í allri starfsemi sinni. „Sú framsýni tryggir gæðin og gerir þessa vottun mögulega. Jafnframt styðja verkefni Ísorku við markmið Íslands í loftlagsmálum sem og heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.“ segir Sigurður.
 
Vottunin er alþjóðleg og gildir fyrir rafhleðslustöðvar fyrir bæði lítil og stór farartæki. Aðferðafræðin býður leið til að reikna út og votta losun gróðurhúsalofttegunda út frá uppsetningu, rekstri og notkun rafhleðslustöðva og hleðslu viðeigandi rafbílaflota og vottar kolefniseiningarnar út frá forvörninni. Áætlað er að starfsemin komi í veg fyrir losun á að meðaltali um 37.500 tonnum af CO2 / ári og 375.000 tonnum af CO2 á öllu vottunar tímabilinu (2021-2030) auk þess að skrá í loftlagsskrá Verra vottaðar kolefniseiningar út frá þessu magni.
 
„Þessi vinna markar tímamót á Íslandi. Fyrirtæki geta nú með ábyrgum hætti tekið ábyrgð á eigin mengun og kolefnisspori með vottuðum kolefniseiningum og kolefnisjafnað þannig bæði hratt og örugglega.“ segir Sigurður.
 
Hingað til hafa aðeins verið í boði svokallaðar „einingar í bið“ frá örfáum skógræktarverkefnum á Íslandi en ólíkt þeim geta lögaðilar nýtt virkar kolefniseiningar jafnóðum til að öðlast kolefnishlutleysi.
  
„Nú er loks kominn annar valkostur fyrir fyrirtæki sem vilja nýta kolefniseiningar í sínar mótvægisaðgerðir en vilja jafnframt fylgja leikreglunum um ábyrga og vottaða kolefnisjöfnun.“ bætir Aríel Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Súrefnis við. „Fram til þessa hafa reglur á þessum nýja markaði verið óljósar en með tilkomu vottaðra og virkra eininga geta íslensk fyrirtæki nú staðið jafnfætis samkeppnisaðilum erlendis þegar kemur að sjálfbærni.“
 
 
Súrefni vottaðar einingar (surefni.is); ráðgjafastofa og kolefnisjöfnunarhús hafði yfirsýn með vottunarferlinu og sinnir nú sölu eininganna. Fyrirtækin Verkís, bílaumboðið BL, Pipar/TBWA og Hertz hafa þegar fest kaup á einingum til eigin mótvægisaðgerða í loftslagsmálum.
 
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Sigurður Ástgeirsson hjá Ísorku í síma 840 5769, netfang: siggi@isorka.is, og Aríel Jóhann Árnason hjá Súrefni vottuðum einingum í síma 556 0202, netfang: ariel@surefni.is.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun kaupsamninganna en viðstaddir voru Sigurður Ástgeirsson frá Ísorku, Aríel Jóhann Árnason frá Súrefni, Halldór Reykdal frá Pipar/TBWA, Níels Einar Reynisson frá Verkís, Brynjar Elefsen frá BL og Sigurður Berndsen frá Hertz.
 
Nánari upplýsingar um Ísorku má finna á vefsíðu fyrirtækisins isorka.is
 
42 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page